fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Fókus

Lögin í Söngvakeppninni 2020

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. janúar 2020 16:55

Duncan Laurence frá Hollandi fagnar sigri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2020. Fimm lög etja kappi í fyrri undanúrslitum í Háskólabíói laugardaginn 8. febrúar og fimm lög viku síðar í seinni undanúrslitum 15. febrúar. Þau tvö lög sem hljóta flest atkvæði í símakosningu hvort kvöld tryggja sér sæti í úrslitum. Því keppa fjögur lög til úrslita í Laugardalshöll 29. febrúar og verður sigurlagið framlag Íslands til Eurovision. Framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar getur þó sem fyrr bætt við einu lagi í úrslitin með því að draga fram svokallað „Wildcard“ eða „Eitt lag enn“ eins og það er kallað.

Kynnar keppninnar eru Björg Magnúsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Keppnin hefur vaxið og dafnað síðustu ár og í ár verður ekki slegið slöku við.  Skemmtiatriði verða á öllum viðburðum og von er á erlendu Eurovision-atriði í úrslitinum í Höllinni sem tilkynnt verður um á næstu dögum.

Fólki gefst sem fyrr kostur á að vera á staðnum. Miðasala hefst fimmtudaginn 23. janúar á Twww.tix.is. Gunni og Felix áhorfendur í sal upp. Undanúrslitin og úrslitin verða í beinni útsendingu á RÚV.

Margir þekktir flytjendur taka þátt í ár auk upprennandi söngstjarna semstíga á svið í fyrsta sinn.

Lög, höfundar og flytjendur í Söngvakeppninni 2020

 

Fyrri undanúrslit í Háskólabíói – 8. febrúar

Ævintýri

Flytjandi: Kid Isak

Lag: Þormóður Eiríksson, Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson

Texti: Þormóður Eiríksson og Kristinn Óli Haraldsson

 

Augun þín

Flytjandi: Brynja Mary

Lag: Brynja Mary Sverrisdóttir og Lasse Qvist

Texti: Kristján Hreinsson

 

Almyrkvi

Flytjandi: DIMMA

Lag: DIMMA

Texti: Ingó Geirdal

 

Elta þig

Flytjandi: Elísabet

Lag: Elísabet Ormslev og Zoe Ruth Erwin

Texti: Daði Freyr

 

Klukkan tifar

Flytjendur: Ísold og Helga

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Texti: Stefán Hilmarsson

 

Seinni undanúrslit í Háskólabíói – 15. febrúar

 

Gagnamagnið

Flytjendur: Daði og Gagnamagnið

Lag: Daði Freyr

Texti: Daði Freyr

 

Fellibylur

Flytjandi: Hildur Vala

Lag: Hildur Vala og Jón Ólafsson

Texti: Bragi Valdimar Skúlason

 

Oculis Videre

Flytjandi: Iva

Lag: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

Texti: Íva Marín Adrichem og Richard Cameron

 

Dreyma

Flytjandi: Matti Matt

Lag: Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson

Texti: Matthías Matthíason

 

Ekkó

Flytjandi: Nína

Lag: Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez

Texti: Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson

 

Í þættinum Kynningarþáttur Söngvakeppninnar sem sýndur verður á RÚV í kvöld verður fjallað um höfunda og flytjendur og spiluð brot úr lögunum. Eftir þáttinn verður svo hægt að hlusta á öll lögin, lesa textana og sjá upplýsingar um flytjendur og höfunda á www.songvakeppnin.is. Tónlistin með lögunum úr keppninni verður líka aðgengileg á Spotify kl. 20.00 í kvöld.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“

Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna

Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 12 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne viðurkenndi að hafa gengið „of langt“ með megrunarlyfið

Sharon Osbourne viðurkenndi að hafa gengið „of langt“ með megrunarlyfið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“

Þrumuguðinn Þór staddur á landinu – „Lítið íslenskt ævintýri með stelpunni minni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur komin í annað samband – Segir að hann og eiginmaðurinn nái vel saman

Þórhildur komin í annað samband – Segir að hann og eiginmaðurinn nái vel saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“

Myndband Brynhildar um kærastann fengið um 500 þúsund „likes“