fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Auglýsing Fulltrúa Jesús Krists á Íslandi vekur athygli: „Við erum að reyna að ná til yngra fólks“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 14:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing á vegum Fulltrúa Jesú Krists á Íslandi hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Í auglýsingunni má sjá mann ganga yfir götu þegar bíll kemur á fleygiferð og keyrir á hann. Maðurinn birtist skyndilega hinum megin við veginn og segir: „Stundum líður okkur eins og við séum lurkum lamdir. Sendu okkur skilaboð til að læra hvernig Kristur getur hjálpað þér.“

Dóri Ká deildi auglýsingunni á Twitter og skrifaði með: „Hmm hvernig náum við til unga fólksins, já þetta ætti að virka.“ Yfir 2700 manns hafa horft á myndbandið og fjöldi líkað við færsluna.

DV heyrði í fulltrúa Jesú Krists á Íslandi sem viðurkennir að þeir væru að reyna að ná til yngra fólks með auglýsingunni.

„Við erum að reyna að ná til yngra fólks og hjálpa fólki að finna frið og öryggi í gegnum Jesú Krist,“ segir hann og bætir við að hingað til hafi þeir fengið góð viðbrögð. Þrátt fyrir það ákváðu þeir að fjarlægja auglýsinguna, eftir að hún var uppi í aðeins tólf tíma.

„Jafnvel þótt við höfðum boðskap um Jesú Krist og hvernig hann getur hjálpað okkur í gegnum erfiðleika í auglýsingunni, þá fannst okkur að maður sem er að lenda í slysi sé ekki besta leiðin til að lýsa boðskap okkar. Því hefur auglýsingin verið fjarlægð,“ segir hann.

Aðspurður hvernig gengur að fá ungt fólk til að koma til liðs við þá segir hann: „Stundum er trú eitthvað sem fólk vill ekki ræða um í heiminum í dag. En samt er til fólk sem vill spjalla við okkur um hana. Við erum alltaf að reyna að ná til þessa fólks. Það skiptir engu máli hvað það eru gamalt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára