fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum

Fókus
Sunnudaginn 5. apríl 2020 14:11

Logi Bergmann Eiðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann er ekki frá því að eftir að samkomubannið vegna útbreiðslu COVID-19 var sett á þá hafi hann byrjað að tala meira við fólk en hann gerði áður, þrátt fyrir að mega ekki hitta það í persónu.

„Kannski er það þannig að erfiðar aðstæður dragi fram það besta í fólki. Ég er ekki frá því að maður geti fundið það á þessum síðustu og furðulegustu tímum,“ skrifar Logi í pistli sem birtist í Sunnudagsmogganum.

„Kannski er ég að ímynda mér þetta en mér finnst minni reiði á Facebook, minna yfirlæti á Twitter og klárlega færri rassamyndir frá útlöndum á Instagram. Þess í stað er komin einhvers konar óskipulögð hreyfing sem reynir frekar að horfa á björtu hliðarnar.“

Logi telur það mögulegt að með samkomubanni og faraldri hafi margar bestu hliðar samfélagsins fengið að njóta sín og jafnvel sé það svo að þessar aðstæður hafi þjappað okkur saman, í stað þess að sundra okkur.

„Mögulega hefur kórónuveiran náð að þjappa okkur saman. Sem hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess að það er hreinlega búið að banna okkur að koma saman – líkamlega. Ég er samt ekki frá því að ég tali meira við fólk núna en ég gerði áður en þessi ósköp dundu yfir.“

Breytingarnar í samfélaginu séu miklar, til að mynda sé línulegt sjónvarpsáhorf aftur farið að njóta sín og svo hafi líka sprottið fram allskonar orð sem við notum núna dagsdaglega, sem varla voru notuð áður, eins og sýnatökupinnar, samkomubann, hjarðofnæmi, sjálfklippingar og heimasóttkví.

En einnig séu komin nýyrði sem áður voru ekki til sem eigi það sameiginlegt að reyna að finna húmorinn við þessar erfiðu aðstæður.

Fimm nýyrði

Pestapó – Borgari sem tekur að sér að fylgjast með því að aðrir haldi fjarlægð, sóttkví, einangrun og helstu varúðarráðstafanir.

Heimaferðalag – Að reyna að gera gott úr því að vera heima hjá sér

Frostadamus – Sérfræðingur sem veit meira en allir sérfræðingarnir, jafnvel þótt hann hafi ekki menntun í tilteknu fagi.

Covidmágar – Menn sem hafa smitast af þeim sama

Fjartí – Fjarpartí í myndasamtali

„Ef einhver hefði sagt mér að við myndum öll bíða spennt eftir að geta hlaðið niður forriti í símana okkar sem getur rakið ferðir okkar í smáatriðum, þá hefði ég sennilega sagt að nú væri fólk endanlega búið að missa það. En furðulegir tímar kalla á furðuleg viðbrögð. Ég er bara ánægður á meðan þau felst í því að finna björtu hliðarnar á þessu öllu saman,“ skrifar Logi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki