fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Ungur karlmaður ber Sólborgu þungum sökum – „Það er nógu erfitt fyrir mig að búa hjá kristnu fólki“

Fókus
Mánudaginn 16. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður ber aktívistann og fyrirlesarann Sólborgu Guðbrandsdóttur þungum sökum. Hann kennir henni um að kærasta hans hafi hætt með sér.

Sólborg er stofnandi Fávita – sem er stafrænt átak gegn kynferðisofbeldi. Hún heldur úti samnefndri Instagram-síðu sem hátt í  27 þúsund manns fylgja. Með síðunni vinnur Sólborg gegn ofbeldi með því að birta áhrifaríkar reynslusögur og annars konar efni.

Sjá einnig: Sólborg rýfur þögnina fyrir þolendur

„Vegan/femínista kjaftæði“

Sólborg birtir skjáskot af samskiptum sínum við unga manninn sem kennir henni um endaloks sambands síns.

„Heyrðu er þetta ekki komið gott hjá þér,“ segir maðurinn í skilaboðum sínum til Sólborgar.

„Kærasta mín var að hætta með mér út af einhverju vegan/femínista kjaftæði,“ segir hann. Sólborg spyr þá hann hvort hann viti ekki muninn á veganisma og femínisma.

Maðurinn segir þá að Sólborg hefur verið að „dæla“ þessu „upp í opið geðið á fólki“ og bætir við að veganismi og femínismi sé „bæði eitthvað svona gayshit.“

Segir Sólborgu vera sökudólginn

Maðurinn segir að kærasta hans hafi hætt með sér vegna Sólborgar.

„Fyrst vildi hún ekki lengur sofa hjá mér og síðan hætti hún að vilja fara niður á mig út af einhverju bulli frá þér um að allir eiga sinn líkama,“ segir hann.

Sólborg kveðst þá vera stolt af stúlkunni.

„Í minni trú eiga kærasti og kærasta að nota líkama hjá hvort öðru til að stunda kynlíf. Það er nógu erfitt fyrir mig að búa hjá kristnu fólki. En að einhverjir femínistar forrétindapésar byrja að eyðileggja verðandi hjónaband mitt, þá segi ég nóg komið,“ segir þá maðurinn.

Sólborg svarar: „Manneskja sem þú ert í sambandi með er ekki bara einhver líkami fyrir þig til að gera vinur. Hún mátti segja nei við þig og hún mátti hætta með þér. Þú átt hana ekki.“

Vakti mikla athygli

Færslan hefur vakið gríðarlega athygli. Yfir 4500 manns hafa líkað við hana og fjölmargir skrifað við hana.

„Hvað var ég að lesa,“ segir guðfræðingurinn og áhrifavaldurinn Erna Kristín, betur þekkt sem Ernuland og bætir við: „vá hvað ég vildi óska þess að fleiri strákar væru að fylgja þér.“

https://www.instagram.com/p/B9wjwgzAAEK/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því