fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Siggi Sigurjóns missti föður sinn ungur: „Bara það að nota orðið pabbi reyndist mér erfitt“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 8. mars 2020 08:11

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn ástsæli, Sigurður Sigurjónsson, hefur skapað einhverja eftirminnilegustu karaktera íslenskrar leiklistarsögu. Hann byrjaði feril sinn kornungur og hefur aldrei litið um öxl þrátt fyrir að þjást af mikilli feimni.

Siggi, eins og við þekkjum hann flest, fæddist rigningarsumarið mikla 1955. Móðir hans var verslunarkona alla tíð og barðist fyrir bræðurna tvo, en faðir hans féll milli skips og bryggju þegar Siggi var einungis fimm ára gamall.

„Við ólumst upp þrjú og auðvitað var þetta fjárhagslegt basl, það var ekkert um tryggingakerfi eða aðra aðstoð að fá á þessum tíma eins og þekkist í dag. Í minningunni var þetta þó ofsalega skemmtilegt basl enda átti ég yndislega móður sem reyndist okkur vel. Hún var svo hvetjandi og hafði mikinn húmor. Við hlógum mikið og það var alltaf gaman, en þetta var á þeim tíma þegar ekki þótti til siðs að ræða mikið fráfall og það var gert af góðum hug. Hún vildi ekki ýfa upp sárin og þar af leiðandi voru myndir og allt sem tengdist föður mínum fjarlægt af heimilinu. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem við bræðurnir fengum í raun að kynnast honum í gegnum bræður hans og önnur skyldmenni, sem og auðvitað mömmu. Það þótti okkur vænt um. Þetta var bara tíðarandinn, en við leituðum hann svo uppi og fengum þá sögurnar, sem gaf okkur mikið. Bara það að nota orðið pabbi reyndist mér erfitt. Á skólagöngunni heyrði ég auðvitað setningar á borð við „gerði pabbi þinn það“ og „segðu pabba þínum það“. Ég hugsaði skiljanlega oft, ekki get ég sagt neitt svona en það var þeim mun betra að geta svo loksins sagt sjálfur „komdu til pabba“ þegar ég varð sjálfur svo lánsamur að verða faðir. Satt best að segja brá mér að mega allt í einu segja þetta orð og enn notalegra að heyra svo frumburðinn kalla mig sjálfan svo pabba í fyrsta sinn.“

Lukkulegur með lífið
Siggi státar í dag af þremur börnum og sex barnabörnum en það sjöunda er væntanlegt í heiminn innan skamms. Hann segist ekki geta verið lukkulegri með lífið.

„Ég er nú búinn að vera giftur í rúma þrjá áratugi en starf mitt var vafalaust erfitt fyrir konuna mína og börnin. Hún áttaði sig þó mjög fljótt á því hvurs lags vinna þetta var og laugardagskvöldin okkar voru oft á mánudögum. Það er nú samt bara eins og með leigubílstjóra og sjómenn, þetta lærist og heimilið tekur mið af. Ég held að allir hafi verið sáttir og fengið eitthvað annað í staðinn. Börnin mín höfðu sem betur fer gaman af því að fara í leikhús og komu oft með mér í vinnuna. Það var eflaust einhver bónus. Ég var mikið í barnaleikritum sjálfur meðan þau voru að alast upp og þá var leikið alla laugardaga og sunnudaga. Það er auðvitað ekki hagstætt fyrir þriggja barna föður og fjarri því að vera fjölskylduvænt starf. Maður var ekkert alltaf í stuði til að fara að heiman, en það er ekkert sem heitir að vera ekki í stuði þegar þú mætir í leikhúsið. Þú ert kannski grjótfúll á bílastæðinu fyrir utan, en svo um leið og þú ert kominn inn í búningsherbergi ertu kominn í gírinn. Þannig er það í öllum störfum, læknirinn getur verið í óstuði heima hjá sér en það þýðir ekkert þegar hann er kominn inn á skurðstofuna. Maður lærir fljótt að víra sig upp í sprellið. Krakkarnir mínir fundu alveg örugglega fyrir því að eiga þekktan pabba en sjálfur þekki ég satt best að segja ekkert annað. Ég er búin að vera svo lengi tiltölulega áberandi en það hefur aldrei háð mér eða stjórnað lífi mínu. Ég fer á pöbbinn og mæti þá alltaf vinsemd og liðlegheitum. Fólk er annaðhvort að skamma mig eða þakka mér fyrir og það er bara eðlilegt. Ég var nú inni í stofu hjá fólki í tuttugu ár svo það er ósköp skiljanlegt að fólk þekki nefið á mér, en ég lifi nú bara venjulegu lífi rétt eins og hver annar Íslendingur.“

Þetta er hluti af stærra viðtali við Sigga í nýjasta helgarblaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“