fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Berglindi langar að kveikja í sér eftir að hún las þessi komment – „Er hann ekki dauður??“

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2020 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraumandi úlfúð er meðal margra yfir þættinum Vikan með Gísla Marteini, í það minnsta ef marka má athugasemdir á Facebook-síðu RÚV. Á stuttum tíma hafa tugir athugasemda verið skrifaðar og flestar mjög neikvæðar.

Berglind Festival Pétursdóttir gerir grín að þessu á Twitter og segir „Var að lesa öll þessi komment og nú ætla ég að kveikja í mér”.

Í kvöld mun „rjómi íslensks samfélags“, líkt og Gísli Marteinn kemst að orði, mæta í þáttinni. Meðal gesta eru Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og Vera Illuga útvarpskona. Líkt og fyrr segir þá eru margir Íslendingar staðráðnir í að horfa ekki á þáttinn. RÚV deilir myndum af gestum kvöldsins og spyr landsmenn hvort þeir ætli að horfa á þáttinn. „Nei horfi ekki á þetta gerpi,“ skrifar Anna nokkur. Önnur kona segist ósátt með röddina á Gísla: „Já en þætti vænt um að Gísli færi að tala eðlilega aftur. Hann er svo uppskrúfaður í röddinni”.

Þriðja konan segir gestina alltaf þá sömu. „Það er alltaf það sama, rithöfundur, leikari, söngvari, engin breyting því miður og stjórnandinn æpandi í vélarnar,“ segir hún og karl nokkur tekur undir: „Nei hef engan áhuga á þessum þætti…. Ætti að heita Gísli býður vinum í spjall.“

Einn maður segir þáttinn góðan fyrir utan Gísla sjálfan. „Ég myndi horfa ef Gísla yrði skipt út fyrir einhvern annan Gísla,“ segir sá maður og virðist það algengt viðhorf því annar segir: „Nei! það er því miður ekki hægt, maðurinn er óþolandi.“ Svo segir sá þriðji: „Ef þið sleppið að hafa Gísla þá myndi maður horfa“. Einn maður virðist jafnvel halda að Gísli sé ekki lengur á meðal okkar: „Er hann ekki dauður??“

Einn og einn er þó jákvæður í garð þáttarins og lofar að horfa í kvöld. Ein kona virðist til að mynda hlakka mikið til og segir: „Já alltaf hápunktur tv vikunnar“.

https://www.facebook.com/RUVohf/photos/a.463726460379226/2926215237463657/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARDqzJTMagS8VLTAvS06L2Tx7ZJ-7mvASmtmJkKwuaP6cBdHihWa3uo52swll4tFMkUsX1DZGWEnMGC_4fKizhPbcU3MOhvBySTM7OCkQ99YuqyhILqJDIWeHCpgD0Fw9bwMOVs0hHvlCwtX7IxrEh7xvg5QxI9rXVxtUuZ9mMeDG-EhEn8Mk5C61DyUClr0jyZEENXdYON9VllSXEf8jOhDhz32dlVn1DigAxEyj4qZ99AGORTH6LCOSHQNOKrPwFejGbW0OMllOFJA73UH11LAFnewI1vC0A7rgdIr1LDREnBX1UNiwdQWeE2JHgGKnajGx3oV69DSaQfQi35x_k2d2w&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“