fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Verzló setur upp söngleik byggðan á kvikmyndinni um Alladín – Ungir leikarar sýna að þeir eiga heima á stóra sviðinu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands frumsýndi í vikunni söngleikinn Alladín og töfralampinn, sem byggður er á kvikmyndinni Aladdin frá árinu 1992.

Söngleikurinn inniheldur því öll vinsælustu lög kvikmyndarinnar. Þó er búið að bæta við íslenskum dægurlögum í söngleikinn eins og laginu Vegir liggja til allra átta og Austurstræti, það síðarnefnda er þó með nýjum texta og kallast Illskulæti.

Það er alltaf jafn magnað að sjá sýningarnar sem Nemendamótsnefndin setur upp og er þessi sýning engin undantekning. Það er í rauninni lygilegt að krakkar á framhaldsskólaaldri geti bæði skipulagt og leikið í sýningu af þessari stærðargráðu. 

Söguna af Aladdin þekkja flestir en í grófum dráttum fjallar hún um lævísan þjóf sem verður ástfanginn af prinsessu. Sagan í söngleiknum fylgir þeirri upprunalegu að mestu leyti en þó er að sjálfsögðu búið að bæta við ýmsu og gera leikararnir söguna algjörlega að sinni.

Leikarar sem eiga heima á stóra sviðinu

Þrátt fyrir að um sé að ræða framhaldsskólasýningu þá voru leikararnir hreint út sagt stórkostlegir. Aðalleikararnir sýndu að þrátt fyrir ungan aldur þá eiga þeir heima á stóra sviðinu.

Gunnar Hrafn, sem leikur Aladdín, er svo sannarlega á heimavelli í leiklistinni og sýnir það vel í þessari sýningu. Gunnar hefur mikla reynslu en hann lék til dæmis í uppsetningu Borgarleikhússins á Bláa hnettinum og margir kannast eflaust við hlutverk hans úr sjónvarpsþáttunum Fólkið í blokkinni.

Halldóra Elín fer með hlutverk Andans í sýningunni og þurfti að fylla í ansi stóra skó leikarans Robin Williams sem talar fyrir andann í kvikmyndinni. Það voru þó ekki einu skórnir sem hún þurfti að fylla upp í en leikarinn ástsæli hann Laddi talar fyrir andann í íslensku talsetningu kvikmyndarinnar. Halldóra sá sér þó lítið fyrir og fyllti í alla þessa skó og meira til. Hún gjörsamlega eignaði sér þetta hlutverk og sýndi og sannaði að hún á heima í sviðsljósinu.

Þeir Árni Þór og Baldvin fara með hlutverk tvíeykisins Jafars og páfagauksins Jakó. Þeir voru báðir alveg frábærir og gríðarlega fyndnir. Baldvin, sem leikur páfagaukinn Jakó stal hverri senunni á fætur annarri með hnyttnum innskotum sem létu allan salinn emja um af hlátri. 

Listrænu stjórnendur sýningarinnar eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu.

Agnar Jón Egilsson leikstýrir sýningunni en hann er stofnfélagi í hinum víðfræga leikhópi Vesturporti. Hann hefur sett upp fjölda sýninga, bæði í atvinnuleikhúsum og í framhaldsskólum, og það sést í þessari sýningu. 

Rósa Rún Aðalsteinsdóttir er danshöfundur sýningarinnar en hún hefur mikla reynslu í dansheiminum. Það skemmtilega við framhaldsskólasýningar er að maður veit að þarna er um að ræða áhugafólk í sviðslistum. Rósa hefur þó greinilega sinnt sínu hlutverki vel því það mætti halda að meirihluti leikhópsins hafi alist upp við það að dansa.

Niðurstaða:

Miðað við að um er að ræða framhaldsskólasýningu þá var þessi söngleikur gríðarlega flottur. Það skemmtilega við hann er að hann höfðar eflaust til flestra aldurshópa því kvikmyndin um Alladin heillaði alla á sínum tíma og gerir enn í dag. Auk þess þá kannast flestir við lögin sem flutt eru í söngleiknum. Þessir ungu leikarar fara á kostum í sýningunni og það kæmi ekkert á óvart ef maður sér þá í sviðsljósinu á næstu árum.

Hægt er að kaupa miða á sýninguna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“