fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Svala situr fyrir nakin í íslenskri náttúru – „Ég er alltaf í óvissu um hvort ég missi Instagram-síðuna mína eða ekki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala er 24 ára fyrirsæta búsett í miðbænum. Hún er listræn fyrirsæta (e. art model) og er nakinn líkami hennar oftar en ekki í aðalhluverki á myndum. Hún var alin upp af listafólki og þykir henni nekt ekki vera neitt feimnismál. Draumur hennar er að sitja fyrir við elstu ísjökla heims áður en þeir bráðna.

Auk þess að vera fyrirsæta í fullu starfi vinnur Svala í myndlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikið á flakki og ferðast um allan heim fyrir vinnu og eigin ánægju. Svala kemur fram undir nafninu Icelandic Selkie á Instagram. Hún segir það vera að hluta til upp á öryggi að gera en aðallega vegna þess að ljósmyndarar sem hún vinnur með eru mestmegnis erlendir.

Í viðtali við DV segir hún frá fyrirsætustörfunum, hvað nekt þýðir fyrir henni og hvaða áhrif ritskoðun Instagram hefur á hennar vinnu.

https://www.instagram.com/p/B7jrZRepvnO/

Kalt á Íslandi

„Það eru komin um fimm ár síðan ég byrjaði fyrst að sitja fyrir. Þá var ég bara í rauninni að gera það fyrir sjálfa mig og bara aðeins að leika mér með ljósmyndurum sem eru héðan. Ég hef verið í fullu starfi í fyrirsætustörfum síðastliðin þrjú ár,“ segir Svala.

Aðspurð hvort það hafi verið erfitt að byrja að sitja fyrir nakin svarar Svala neitandi.

„Það er frekar fyndið, en ég fór eiginlega bara beint í djúpu laugina og byrjaði strax í þessum „art model“ myndum. Ég upplifði mig aldrei neitt óþægilega eða neitt svoleiðis. Aðallega erfitt að venjast veðrinu,“ segir hún og hlær.

„Það er svo kalt hérna heima. Það var kannski aðalmálið, kuldinn og veðráttan hérna heima.“

Til þess að þola kuldann í myndatökum segir Svala þetta snúast að miklu leyti um hausinn.

„Það er bara að taka þetta á hörkunni og á sama tíma þá er maður búinn að koma sér upp einhverjum aðferðum. Ég hef líka verið að stúdera Wim Hof-aðferðina,“ segir hún.

https://www.instagram.com/p/B7BszcepyN2/

Við báðum Svölu að útskýra fyrir okkur muninn á „model“ og „art model.“

„Hugtakið „art model“ er ekki til á íslensku en ef það er beinþýtt þá þýðir það „listræn fyrirsæta.“ Í hefðbundnum skilningi er talað um listræna fyrirsætur í almennri sjónlist, eins og myndlist og skúlptúr og líka í ljósmyndum. Þar er fókusinn á mannslíkamann sem er aðal viðfangsefnið. Það er þessi listræna tjáning. Í ljósmyndum sérstaklega er aðallega verið að spá í forminu og að mannveran sé hluti af umhverfinu og náttúrunni.“

https://www.instagram.com/p/B2Alyd6nt9L/

Skiptir máli hvernig nektin er sett fram

Svala segir að hvernig nektin er sett fram í myndunum hafi rosalega mikið með það að gera hvernig henni líði. „Fókusinn er náttúrlega á mannslíkamann. En þetta snýst einnig um listræna tjáningu, mannslíkamann í náttúrunni. Þegar fólk hugsar oft um nekt þá hugsar það ekki kannski um það sem eðlilegan hlut sem er náttúrulegur og hreinn. Heldur er nektin kynvædd,“ segir hún.

Hvað er nekt fyrir þér?

„Fyrir mér hefur nekt alltaf verið svo eðlileg. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið alin upp við að nekt sé eitthvað sem er náttúrulegt og eðlilegt. Amma mín, sem ég er nefnd eftir, átti stóran þátt í því. Hún var mjög mikið náttúrubarn sjálf og var oftar en ekki ber að ofan við hússtörf og við garðyrkju. Hún sat sjálf fyrir myndlistaskólann þegar hún var ung. Þannig maður fékk þetta uppeldi beint í æð. Svo er pabbi minn í myndlist og mamma í tónlist svo list hefur alltaf  verið hluti af mínu uppeldi,“ segir Svala.

Mynd: Mark Haskins

74 þúsund fylgjendur

Svala opnaði Instagram-síðuna sína árið 2016. „Þetta byrjaði sem persónulegt Instagram. Síðan fór ég hægt og rólega að deila ljósmyndunum þar sem ég var að sitja fyrir og fékk bara ótrúlega góð viðbrögð. Ég komst þá í kynni við aðra ljósmyndara og listafólk á Instagram sem ég byrjaði að vinna með. Hægt og bítandi vann ég mig upp í einhverja fylgjendur en það var aldrei fókus hjá mér og er það ekki í dag. Maður vinnur með einhverjum sem er með 200 þúsund fylgjendur þá fær maður væntanlega eitthvað af því fólki til sín,“ segir hún.

Instagram hefur þó sína galla að mati Svölu. „Eins frábær miðill og Instagram er þá er hann líka mjög leiðinlegur. Mér finnst leiðinlegt að fólk sé farið að meta gildi verka og listar út frá fylgjendum og hversu mörg „læk“ maður fær. Það er það sem er hættulegt við þetta.“

Svala segist fá stundum óviðeigandi eða klámfengin skilaboð en að það sé hluti af þessu.

https://www.instagram.com/p/Bp7CbWOHhjG/

Ritskoðun Instagram

Það þarf að fylgja ákveðnum reglum á Instagram og ritskoðar samfélagsmiðillinn ákveðna hluti líkamans, eins og kynfæri og geirvörtur kvenna. Svala segir að það er óþægilegt að vakna á hverjum degi og ekki vita hvort að Instagram hefur eytt síðunni hennar eða lokað fyrir aðgang hennar.

„Margar fyrirsætur sem ég hef unnið með eru í sama pakka og ég. Ég þekki svo margar sem eru búnar að missa sína aðganga að Instagram. Þetta er svolítil áhætta og mjög leiðinlegt. Því það er líka verið að taka niður málverk og allt sem hefur eitthvað með nekt að gera. En samt er svo margt annað leyfilegt, eins og ofbeldismyndbönd og svona. Þetta meikar voða lítinn sens fyrir mér. En maður þarf að fylgja þessu, þetta er hluti af þessu því miður,“ segir Svala.

„En ég er alltaf í óvissu um hvort ég missi Instagram-síðuna mína eða ekki, þó það sé ekki heimsendir þá yrði það mjög leiðinlegt þar sem ég fæ mikla vinnu í gegnum miðillinn. Síðan mín er hálfgert mitt portfolio. Þetta er atvinnumiðill fyrir mig.“

https://www.instagram.com/p/B6roltUpKqM/

Hálfnakin á götum New York

Svala sat fyrir á Times Square í New York. Aðspurð hvernig sú upplifun hafi verið lýsir Svala henni sem „pínu sturlaðri.“

„Þetta var ákveðin upplifun. Þetta var ógeðslega gaman og ég er rosalega ánægð með útkommuna á myndunum. Ljósmyndarinn er góður vinur minn. En þetta er allt annað mál. Myndavélin og allt það er sett upp og síðan hendirðu þér úr úlpunni og ert búin á fimm mínútum og hleypur handan eitthvað götuhorn,“ segir hún og hlær.

Hún bætir við að fólk hafi lítið kippt sér upp við þetta, bara annar dagur í New York.

https://www.instagram.com/p/BzeLR-7n1uv/

Vill sitja fyrir hjá ísjöklum

Svala segist að miklu leyti vera að upplifa draum sinn. „Ég er að fá að ferðast út um allan heim, kynnast listafólki og skapa list sem ég vil skapa,“ segir hún. En það er eitt sem hana dreymir um.

„Ég er aðallega að fókusera á náttúruna og íslenska náttúru sérstaklega. Ég hef oft verið mynduð við jöklana hérna heima og við lónin og svona. Ég held að draumurinn þegar kemur að list og fyrirsætustörfum sé að ferðast til heimskautasvæða og fá að sitja fyrir við helstu jökla heimsins áður en þeir hverfa.“

Þú getur fylgst með Svölu og list hennar á Instagram @IcelandicSelkie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“