fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fókus

Íslendingar deila slæmum bíósögum: „Þú fokkar ekki í Helga fokking Björns!“

Fókus
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að vera vitni að því að sjoppustarfsmaður í Sambíóunum í Egilsshöll hafi ekki þrifið á sér hendurnar á milli klósettferða er algjör viðbjóður. Ég get svo svarið það að öll mín löngun í popp í bíó sé farin í langan vetrardvala.“

Þetta segir einn notandi í Facebook-hópnum Bíófíklar en þar er líflegan þráð að finna sem farið hefur á flug. Í þræðinum deila netverjar reynslusögum um sína verstu eða eftirminnilegustu upplifun í kvikmyndahúsi og fylgja nöfn landsþekktra Íslendinga nokkrum kostulegum frásögnum, en líkamsvessar, tæknibilanir og táfýlur koma einnig við sögu, svo dæmi sé tekið.

Hér kemur brot af því besta.

 

„Þegar ég fór á Avengers: Infinity War fór bíógestur fyrir aftan mig að gubba með látum þegar seig á seinni hlutann. Óvæntur viðauki sem að vissu leyti hámarkaði skynræna reynslu mína af bíóferðinni; Hann stóð ekkert upp, kláraði bara myndina, gubbandi yfir sig.“

 

„Cirka korter var liðið af myndinni (og hún byrjaði auðvitað korteri eftir auglýstan tíma) þegar par mætti á svæðið og settist við hliðina á mér. Gott og vel, það missti af byrjunnini, þeirra vandamál. En svo hringir síminn hjá gaurnum, hann var á silent en var þá allur blikkandi í staðinn sem er jafnvel verra! OG GAURINN SVARAR! Ég ætlaði að fara að ávíta hann þegar ég áttaði mig á að þetta var enginn annar en LOGI BERGMANN!

Ég var í svo miklu sjokki að ég gat eiginlega ekki skammað hann.

Vonandi lærir hann af þessu.

 

„Ég og kærastan fórum í bíó sumarið 2016 á X-Men: Apocalypse. Höfum nú ekki farið oft í bíó saman eftir að við urðum foreldrar og vorum búin að redda okkur pössun sem átti að vera ca. þrír tímar. Í miðri mynd fer þó brunakerfið í salnum í gang og allir gestir eru beðnir um að yfirgefa salinn. Stöndum úti á bílablaninu hjá Smáralind með mönsið okkar og vitum ekkert hvort eða hvenær okkur verði hleypt aftur inn í salinn. Frekar steikt símtal sem ég þurfti að eiga við barnapíuna um að pössunin myndi líklega lengjast eitthvað. En blessunarlega hleypt aftur inn en mega pirrandi! Tímasetningin á þessu í myndinni gat hins vegar ekki verið betri þar sem kerfið fór akkúrat í gang þegar Jean Grey var á eldi þannig allra fyrst hélt maður að þetta væri hluti af myndinni.“

Rammi úr kvikmyndinni X-Men: Apocalypse

 

„Ég fór árið 2014 í bíó á mynd að nafni Divergent. Ég fór ekki sjálfviljugur heldur var ég dreginn af nokkrum vinum og myndin sjálf var nú ekki sérlega góð, var ekki einu sinni hægt að gera grín af henni. En það sem fyllti mælinn var gæjinn fyrir framan mig sem sofnaði og fór að hrjóta hástöfum. Ég og vinur minn ákváðum að flýja frá þessu í hléinu og fórum beint á næsta bar í tekílaskot til að gleyma þessari reynslu.“

 

„Ég fór í Bíóhöllina á Akranesi til að sjá Bohemian Rhapsody en myndinni var seinkað um 45 mínútur af því linkurinn þeirra var útrunninn og sá eini sem gat endurnýjað hann var í göngutúr með hundinn sinn.“

 

„Erlendis vandist ég því að áhorfendur létu í sér heyra þegar eitthvað var að sýningunni með því að stappa og öskra þangað til sýningarmaðurinn lagaði græjurnar. Hinsvegar hefur það ætíð farið mjög í taugarnar á mér hvernig íslenskir áhorfendur láta það yfir sig ganga þegar einhverju er ábótavant. Þetta hugsaði ég þegar ég sá gamanmyndina A Fish Called Wanda fyrir löngu síðan í Regnboganum sem þá hét svo. Eftir hlé var ekkert hljóð á myndinni. En áhorfendur létu ekkert í sér heyra, heldur lásu textana og flissuðu að þeim. – En ég er engu skárri, hugsaði ég. Svo ég safnaði kjarki og öskraði síðan eins hátt og ég gat: HLJÓÐ! í von um að sýningarstjórinn rankaði við sér. Svo varð ekki, en fólkið sem flissaði snarþagnaði eins og það héldi að ég væri að sussa á sig, biðja sig um að hafa hljótt. Mér leið bölvanlega. Eftir dúk og disk vaknaði svo sýningarstjórinn og setti hljóðið á.“

 

„Star Trek Into Darkness í Smárabíói árið 2013 var hræðileg ferð, þar sem fjórir sveittir unglingar í röðinni fyrir aftan okkur ákváðu að fara úr skónum, tafýlan var rosaleg.“

 

„Ég sat einu sinni fyrir framan Helga Björns og líklega hluta hljómsveitar hans, Reiðmenn vindanna og eftir hlé þá voru reiðmennirnir eitthvað að spjalla þegar myndin var byrjuð aftur. Ég kíkti aðeins fyrir aftan mig í von um að þeir myndu hætta. Þeir föttuðu ekkert en Helgi tók eftir því. Hann smellti fingrunum sjúklega hátt í áttina að vinum sínum og þeir steinþögðu.

Helgi fokking Björns sko.“

 

Þá mælir annar hressilega:

„Þú fokkar ekki í Helga fokkíng Björns!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn