Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Óhefðbundið fjölskyldumynstur heillaði Elfar: „Þarna ákvað ég að velja með hjartanu”

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 29. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin End of Sentence er fyrsta mynd Elfars Aðalsteinssonar í fullri lengd en hann vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum fyrir stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki. Myndin segir frá Frank Fogle (leikinn af John Hawkes), sem leggur í vegferð til að uppfylla hinstu ósk eiginkonu sinnar, en hann þarf einnig að uppfylla loforð um að taka son þeirra Sean með. Langferð frá Ameríku til Írlands með föður sínum er hins vegar það síðasta sem Sean hefur í hyggju er hann stígur út úr fangelsi í Alabama og að dreifa ösku móður sinnar í stöðuvatn á uppeldisslóðum hennar gengur þvert á hans framtíðaráætlanir.

Sjá einnig: Viðtal við John Hawkes: „Góður leikari þarf að vera ósýnilegur”

„Ég kem sjálfur frá mjög óhefðbundnu sambandi föður og sonar. Ég er alinn upp hjá móðurforeldrum mínum og ég á fjögur börn sjálfur, þar af þrjá syni og er að skoða það þeim megin frá. Það er það sem dró mig að þessari sögu og þess vegna fannst mér ég þurfa að gera þessa mynd,” segir Elfar.

Elfar, sem er fyrrverandi forstjóri Eskju, hefur spreytt sig í tónlist og kvikmyndagerð en þegar kom að því að helga lífi sínu hinu síðarnefnda segir hann að það hafi ekki verið gáfuleg ákvörðun á efnahagslegum forsendum. „Fram að því hafði ég valið með höfðinu, en þarna ákvað ég að velja með hjartanu,” segir Elfar.

Viðtal DV við Elfar má finna í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 6 dögum

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“