fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Lítt hrifinn af glamúrnum: „Góður leikari þarf að vera ósýnilegur”

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 28. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Ísland er list, ýmsir hæfileikaríkir rithöfundundar, tónlistarmenn, vísindamenn og almennt hugsa ég um litla þjóð sem gefur í til að bæta upp fyrir stærðina.“

Svo mælir bandaríski leikarinn John Hawkes. Hann er einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem er í fullum gangi þessa dagana og stendur til hjá honum að vera áberandi á hátíðinni, njóta góðrar matar og skoða helstu ferðamannastaðina á meðan dvölinni stendur.

Hawkes leikur aðalhlutverkið í End of Sentence, opnunarmynd RIFF, sem er leikstýrt af Elfari Aðalsteinssyni. Myndin fjallar um Frank Fogle (Hawkes), sem leggur í vegferð til að uppfylla hinstu ósk eiginkonu sinnar, en hann þarf einnig að uppfylla loforð um að taka son þeirra Sean með. Langferð frá Ameríku til Írlands með föður sínum er hins vegar það síðasta sem Sean hefur í hyggju er hann stígur út úr fangelsi í Alabama og að dreifa ösku móður sinnar í stöðuvatn á uppeldisslóðum hennar gengur þvert á hans framtíðaráætlanir.

„Allt hefst með góðri sögu og góðu hlutverki. Þessi mynd hafði hvort tveggja,“ segir leikarinn þegar spurður hvað heillaði hann við þetta tiltekna verkefni. „Ég tengdi mig svolítið við Frank,“ segir John og vísar í aðalpersónu myndarinnar. „Hann er svolítið uppstökkur og stífur, býst ég við, og það stemmir nokkurn veginn við persónuleika minn og kannski gildir það sama um okkur flest. Annars vegar er mjög góð manneskja undir yfirborðinu þó Frank sé mjög reiður og pirraður einstaklingur.”

Þá bætir Hawkes við að ekki hafi sakað að ná vel saman með bæði leikstjóra myndarinnar og Sigurjóni Sighvatssyni framleiðanda.

Leikarinn hefur farið yfir víðan völl síðastliðin þrjátíu ár og er alltaf nóg á döfinni af ferilskránni að dæma. Hawkes öðlaðist töluverða eftirtekt árið 2011 þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Winter’́s Bone og hefur síðan þá skotið upp kollinum í kvikmyndum á borð við Martha Marcy May Marlene, The Sessions, Lincoln, Three Billboards Outside Ebbing, Missouri og Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Þess má einnig geta að hann kom fram í myndbandi frá Sigur Rós við lagið Leaning Towards Silence árið 2012.

Vill engan farangur

Leikarinn kann betur við sig í sjálfstæðum kvikmyndum og verkefnum á smærri skala og vill hann meina að hann kæri sig lítið um þann glans sem oft fylgir þessum bransa. Að hans sögn þarf „góður leikari að vera ósýnilegur,” en Hawkes segir:

„Ég er lítt hrifinn af Hollywood-hlið bransans. Ég reyni að forðast spjallþætti eins og ég get.
Því minna sem áhorfandinn veit um leikarann á bakvið persónuna, því betri tengingu er hægt að ná við hana. Ég hef unnið með ýmsum stórstjörnum og yfirhöfuð finnst mér betra að sé enginn farangur tengdur við ímynd hvers leikara.”

Viðtal DV við leikarann má finna í heild sinni að neðan.

DV sjónvarp – John Hawkes from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“