fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ólafur heppinn að vera á lífi: „Þegar Ragnheiður kom að mér, andaði ég eitthvað lítið“

Fókus
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:00

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir engan vafa leika á því að hjálmurinn hafi bjargað lífi hans þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi á síðasta ári.

Ólafur, sem er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir meðal annars frá slysinu.

Ólafur og konan hans, Ragnheiður Agnarsdóttir, skelltu sér í hjólreiðatúr í fyrrasumar og ákváðu að fara Nesjavallaleiðina. Veður var gott þennan dag en ógæfan bankaði upp á á heimleiðinni.

„Þegar við vorum á leiðinni til baka var ég kominn á milli 30 og 40 kílómetra hraða, þegar ég lenti með framdekkið í sprungu á veginum. Síðan tók við lausamöl þegar ég var að reyna að ná jafnvæginu aftur og svo bara man ég ekki meira. Ég flaug af hjólinu og steinrotaðist þannig að þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður, en ég slapp með höfuðhögg og svolítið af beinbrotum,“ segir Ólafur í viðtalinu.

Ólafur var frá vinnu í þrjár vikur eftir slysið og gekkst hann undir aðgerð vegna viðbeinsbrotsins. Hann fór svo í aðra aðgerð í desember þar sem stálplötu var komið fyrir og þriðja aðgerðina í maímánuði þar sem stálplatan var fjarlægð. Ólafur hefur og bítandi náð fyrri styrk og er nú, rúmu ári eftir slysið, farinn að gera þá hluti sem hann gat gert fyrir slysið.

Ólafur ræðir einnig um systurmissinn, en systir hans, Þóra Stephensen, lést í apríl í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Þremur mánuðum síðar lenti Ólafur í fyrrnefndu slysi. Í viðtalinu segir hann að síðustu átján mánuðir hafi verið erfiðir en þeir kennt honum ýmislegt um lífið og tilveruna.

„Fyrst og fremst finnst manni líf og heilsa ekkert sjálfsagðir hlutir lengur,“ segir hann og bætir við að hann sé heppinn að hafa ekki slasast verr og ekki síður heppinn að vera laus við alls kyns illvíga sjúkdóma. „Þannig að í rauninni hefur þetta fyllt mig af þakklæti fyrir heilsuna, lífið og það sem ég hef og ég tek hlutunum síður sem sjálfsögðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro