fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Ólafur heppinn að vera á lífi: „Þegar Ragnheiður kom að mér, andaði ég eitthvað lítið“

Fókus
Föstudaginn 23. ágúst 2019 17:00

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir engan vafa leika á því að hjálmurinn hafi bjargað lífi hans þegar hann lenti í alvarlegu hjólreiðaslysi á síðasta ári.

Ólafur, sem er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir meðal annars frá slysinu.

Ólafur og konan hans, Ragnheiður Agnarsdóttir, skelltu sér í hjólreiðatúr í fyrrasumar og ákváðu að fara Nesjavallaleiðina. Veður var gott þennan dag en ógæfan bankaði upp á á heimleiðinni.

„Þegar við vorum á leiðinni til baka var ég kominn á milli 30 og 40 kílómetra hraða, þegar ég lenti með framdekkið í sprungu á veginum. Síðan tók við lausamöl þegar ég var að reyna að ná jafnvæginu aftur og svo bara man ég ekki meira. Ég flaug af hjólinu og steinrotaðist þannig að þegar Ragnheiður kom að mér andaði ég eitthvað lítið og hægra viðbeinið stóð út í jakkann minn, ég var sem sagt með opið beinbrot í öxlinni. Ef ég hefði ekki verið með hjálm væri ég náttúrlega steindauður, en ég slapp með höfuðhögg og svolítið af beinbrotum,“ segir Ólafur í viðtalinu.

Ólafur var frá vinnu í þrjár vikur eftir slysið og gekkst hann undir aðgerð vegna viðbeinsbrotsins. Hann fór svo í aðra aðgerð í desember þar sem stálplötu var komið fyrir og þriðja aðgerðina í maímánuði þar sem stálplatan var fjarlægð. Ólafur hefur og bítandi náð fyrri styrk og er nú, rúmu ári eftir slysið, farinn að gera þá hluti sem hann gat gert fyrir slysið.

Ólafur ræðir einnig um systurmissinn, en systir hans, Þóra Stephensen, lést í apríl í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Þremur mánuðum síðar lenti Ólafur í fyrrnefndu slysi. Í viðtalinu segir hann að síðustu átján mánuðir hafi verið erfiðir en þeir kennt honum ýmislegt um lífið og tilveruna.

„Fyrst og fremst finnst manni líf og heilsa ekkert sjálfsagðir hlutir lengur,“ segir hann og bætir við að hann sé heppinn að hafa ekki slasast verr og ekki síður heppinn að vera laus við alls kyns illvíga sjúkdóma. „Þannig að í rauninni hefur þetta fyllt mig af þakklæti fyrir heilsuna, lífið og það sem ég hef og ég tek hlutunum síður sem sjálfsögðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát