fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Fókus

Sláandi myndir sýna eyðileggingarmátt fíknarinnar: „Ég hélt að þetta yrði bara svona“

Fókus
Laugardaginn 10. ágúst 2019 18:00

Rosalegar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Brent og Ashley Walker hafa vakið gríðarlega athygli undanfarið eftir að þau deildu sláandi myndum af sér í færslu á Facebook í síðasta mánuði. Hjónin, sem eru frá Tennessee í Bandaríkjunum, birtu tvær myndir af sér – sú fyrri var tekin í desember árið 2016 þegar þau voru djúpt sokkin í neyslu á fíkniefninu meth, en sú seinni í síðasta mánuði. Í desember á þessu ári verða komin þrjú ár síðan Brent og Ashley urðu edrú.

„Ég vona að umbreytingin á mér geti hvatt aðra fíkla til dáða einhvers staðar,“ skrifar Brent við myndirnar. „Það er möguleiki að snúa lífinu við.“

Allt breyttist eftir bílslys

Búið er að deila færslu hjónanna hátt í 150 þúsund sinnum og fjallar miðillinn Today um sögu þeirra. Brent var níu ára þegar hann byrjaði að reykja og aðeins tólf ára þegar hann byrjaði að nota marijúana og drekka áfengi. Þremur árum seinna prófaði hann sýru og önnu fíkniefni. Í frétt Today segir hins vegar að Brent hafi ekki orðið langt leiddur í fíkninni fyrr en fyrir áratug þegar að bróðir hans Jess bað hann um far heim eftir partístand. Brent neitaði því hann þurfti að ná að sofa áður en hann mætti í vinnuna sem endaði með því að Jess keyrði heim og lést í bílslysi.

„Það var þá sem ég leitaði í harðari fíkniefni og prófaði meth í fyrsta sinn,“ segir Brent. Hann kynntist Ashley fyrir níu árum síðan en sambandi var stormasamt þegar þau voru bæði í klóm fíknarinnar. Árið 2016 losnaði Brent úr fangelsi eftir tveggja ára vist og þá byrjuðu þau Ashley að neita fíkniefna saman á nýjan leik. Hins vegar hafði Brent þá áhyggjur af því að hann yrði hugsanlega sendur aftur í fangelsi ef hann gæfi sig á vald vímuefna. Í desember það árið sagði Brent einfaldlega við Ashley:

„Mig langar að byggja upp líf,“ segir hann í samtali við Today. „Og ég spurði hana hvort hún vildi koma með mér og hún sagði: Já, ég skal gera það.“

Slitu tengsl við vini

Þá hófst edrúvegferð hjónanna sem gengu í það heilaga þrjátíu dögum eftir að þau losuðu sig við ávanabindandi efni. Þau stóðu þétt saman fyrsta árið í edrúlífinu, enda nóg af áskorunum á leiðinni.

„Við vorum til staðar fyrir hvort annað. Ef ég átti slæman dag og þyrsti í efni þá hjálpaði hún mér og talaði mig af því – og öfugt,“ segir Brent. „Við blokkuðum og þurrkuðum út hvern einasta vin sem notaði fíkniefni.“

Ashley og Brent fóru aftur í skóla þegar þau losuðu sig við fíkniefnadjöfulinn og í dag vinnur Brent í stáliðju og Ashley á sjúkrahúsi. Nú vinna þau að því að auka lánstraust sitt svo þau geti keypt sér heimili saman.

„Ég hélt alltaf að ég hefði eyðilagt líf mitt og ég gæti ekki snúið blaðinu við,“ segir Brent við Today. „Ég hélt að þetta yrði bara svona. Maður þarf ekki að lifa svona að eilífu. Það er hægt að öðlast betra líf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“

„Fékk að vinna með dásamlegum hópi af íslenskum leikurum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ari rifjar upp vandræðalegasta augnablikið frá ferlinum – „Ísland í hnotskurn“

Ari rifjar upp vandræðalegasta augnablikið frá ferlinum – „Ísland í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konan mín er of kassalöguð“

„Konan mín er of kassalöguð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir

Krókódílaveiðarinn og Darwin deildu gæludýri – Sturlaðar staðreyndir
Fókus
Fyrir 1 viku

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“

„Maðurinn minn er steinaldarmaður! […] Geta menn lært rómans?“