fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Kynferðisafbrotamál Kevin Spacey fellt niður: „Hefur sýnt gífurlegt hugrekki undir erfiðum kringumstæðum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 09:17

(Mynd: Scott Eisen/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærendur í Massachusetts hafa fellt niður mál gegn meintum kynferðisbrotum Kevin Spacey. CNN greinir frá þessu.

Þetta gerist viku eftir að vitni sem ásakaði Spacey um kynferðislegt ofbeldi ákvað að bera fyrir sig fimmtu breytingu stjórnarskráar Bandaríkjanna. Fimmta breytingin er stjórnarskrárvarin réttur hvers einstaklings til að neita að svara spurningum eða á annan hátt veita vitnisburð gegn sjálfum sér.

Vitnið beitti neitunarrétti sínum í kjölfar þess að farsími fannst ekki. Þetta var farsími sem vitnið notaði um kvöldið sem árásin á að hafa átt sér stað. Spurningar höfðu vaknað um hvort maðurinn hafði eytt textaskilaboðum úr símanum.

Kevin Spacey var kærður fyrir kynferðislega líkamsárás í tengslum við atvik sem gerðist í júlí 2016 þegar hann var sakaður um að þreifa á ungum manni á bar í Nantucket. Leikarinn hélt fram sakleysi sínu en gat átt yfir höfði sér allt að 5 ára fangelsi ef hann yrði sakfelldur.

„Skjólstæðingur minn hefur ásamt fjölskyldu sinni sýnt gífurlegt hugrekki undir erfiðum kringumstæðum.“

sagði Mitchell Garabedian, lögfræðingur unga mannsins, í kjölfar niðurfellingarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig