Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fókus

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lexi er 24 ára rappari úr Vesturbænum í Reykjavík og þekktur sem meistari í lífinu – en einnig undir listamannsnafninu Drengur. Hann hefur nýlega fengið meiri og meiri athygli innan reykvísks tónlistarlífs, er nýkominn frá Berlín úr landvinningum og útrás og kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sunndaginn 23. júní. Hann hefur nú þegar gefið út 2 plötur: „Tæpur Ungur Drengur“ og „Tengdur Drengur“ sem eru á Spotify núna og er með tvær plötur á leiðinni sem er mixtapeið „Kútarnir mínir“ og stúdíóplatan „Ekki lengur Drengur“.

Hjúskaparstaða og börn?
Ég á 2 kúta, kæró og hvutta.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?
Leeeeeexxxxxi!

Skemmtilegast að gera?
Vera ég!

En leiðinlegast?
Ímynda mér að það sé leiðinlegt að vera einhver annar.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?
Ég er alltaf bestur.

Versta ráð sem þú hefur fengið?
Frá sjálfum mér eða öðrum?

Hver er fyrsta minningin þín?
Óljós.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?
Að grafa bróður minn.

En mest gefandi?
Herkúles Kútur Kútason voffinn minn.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?
Ég. Hver annar?

Hefur þú fallið á prófi?
Fékk gráðu þótt ég mætti ekki í próf.

Uppáhaldshljómsveit og af hverju?
Drengur vegna þess að hann er Tengdur.

Stærsta stund þín í lífinu?
Ég ætla að vona að hún sé ekki kominn ennþá.

Ertu trúaður eða trúir þú á æðri mátt?
Ég hugsa ekki.

Mannkostir þínir?
Ég skokka hratt og er rosa röskur.

En lestir?
Ég er mínir eigin lestir.

Skrýtnasta lífsreynslan í tónlistarbransanum?
Að hitta Martein BNGRBOY, vera plataður í að rappa og allt sem er í gangi núna.

Eitthvað að lokum?
Vinnum í bænum langt eftir lokun.

Smella hér til að hlusta á Dreng á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum
Táknrænt tattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“