fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Rapparinn Drengur: Erfiðast að grafa bróður minn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lexi er 24 ára rappari úr Vesturbænum í Reykjavík og þekktur sem meistari í lífinu – en einnig undir listamannsnafninu Drengur. Hann hefur nýlega fengið meiri og meiri athygli innan reykvísks tónlistarlífs, er nýkominn frá Berlín úr landvinningum og útrás og kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sunndaginn 23. júní. Hann hefur nú þegar gefið út 2 plötur: „Tæpur Ungur Drengur“ og „Tengdur Drengur“ sem eru á Spotify núna og er með tvær plötur á leiðinni sem er mixtapeið „Kútarnir mínir“ og stúdíóplatan „Ekki lengur Drengur“.

Hjúskaparstaða og börn?
Ég á 2 kúta, kæró og hvutta.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki?
Leeeeeexxxxxi!

Skemmtilegast að gera?
Vera ég!

En leiðinlegast?
Ímynda mér að það sé leiðinlegt að vera einhver annar.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?
Ég er alltaf bestur.

Versta ráð sem þú hefur fengið?
Frá sjálfum mér eða öðrum?

Hver er fyrsta minningin þín?
Óljós.

Hvað er það erfiðasta sem þú hefur gert?
Að grafa bróður minn.

En mest gefandi?
Herkúles Kútur Kútason voffinn minn.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?
Ég. Hver annar?

Hefur þú fallið á prófi?
Fékk gráðu þótt ég mætti ekki í próf.

Uppáhaldshljómsveit og af hverju?
Drengur vegna þess að hann er Tengdur.

Stærsta stund þín í lífinu?
Ég ætla að vona að hún sé ekki kominn ennþá.

Ertu trúaður eða trúir þú á æðri mátt?
Ég hugsa ekki.

Mannkostir þínir?
Ég skokka hratt og er rosa röskur.

En lestir?
Ég er mínir eigin lestir.

Skrýtnasta lífsreynslan í tónlistarbransanum?
Að hitta Martein BNGRBOY, vera plataður í að rappa og allt sem er í gangi núna.

Eitthvað að lokum?
Vinnum í bænum langt eftir lokun.

Smella hér til að hlusta á Dreng á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell