fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

Mynd dagsins: Rithöfundur splæsir í pústkerfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2019 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skrifaði undir útgáfusamning við Forlagið í dag. Skáldsaga í haust. Alltaf blendnar tilfinningar að gefa út bók. En fyrirframgreiðslan dugar fyrir nýju pústkerfi undir Focusinn, sem eru frábærar fréttir,“ skrifar rithöfundurinn Dagur Hjartarsson á Facebook-síðu sína en hann sendir frá sér nýja skáldsögu í haust.

Myndin sýnir Dag með útgáfusamninginn fyrir aftan bílinn sinn sem nýtur góðs af þessum áfanga í lífi eiganda síns. Nýja bókin fer í prentun á næstunni og kemur út í haust. Um er að ræða dramatíska skáldsögu en Dagur er ekki tilbúinn að gefa upp titilinn á henni strax:

„Þetta er dálítið eins og þegar maður er búinn að ákveða nafn á barnið en á eftir að skíra.“

Dagur hefur áður sent frá sér eina skáldsögu, eitt smásagnasafn og þrjár ljóðabækur. Um efni nýju bókarinnar segir Dagur:

„Hún fjallar um konu sem skrifar bók sem leggur líf hennar í rúst og hún fær tækifæri til að gera upp sín mál.“

Þetta hljómar óneitanlega spennandi og Dagur játar því að sagan sé spennandi og segir jafnframt að hún taki óvænta stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið