fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íslendingar taka hættulega sénsa – Húðlæknir varar við „bílskúrsmeðferðum“ sem geta valdið drepi og blindu

Fókus
Mánudaginn 10. júní 2019 13:00

Jenna varar við varafyllingum í heimahúsi. Samsett mynd: Skjáskot af YouTube/Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varafyllingar hafa notið síaukinna vinsælda á Íslandi síðustu misseri, eins og DV hefur sagt frá. Í viðtali við DV sagði lýtalæknirinn Ágúst Birgisson að slíkar aðgerðir væru ekki hættulausar af ýmsum ástæðum.

„Fyrst og fremst getur verið mar eða blæðing, það getur verið ofnæmi fyrir efninu með bólgu sem er þrálát og erfitt að eiga við. Svo getur verið blóðþurrð ef það lokast æð í kring. Þetta er ekki áhættulaus aðgerð. Kannski algengasta áhættan er að það er einhver ójafna sem er þá hægt að laga. Það er hægt að laga með því að setja lyf sem leysir upp fylliefnið ef maður er óánægður með þetta og náð því niður þannig,“ sagði Ágúst í viðtali við DV um miðbik apríl mánaðar. Nú varar húðlæknirinn Jenna Huld Eysteinsdóttir fólk við að láta ómenntaða aðila framkvæma þessar aðgerðir.

Kylie Jenner er ein þekktasta stjarnan sem hefur látið fylla í varir sínar.

„Við erum bara að fræða almenning um hætturnar sem geta fylgt fylliefnum, sérstaklega í höndum ófaglærða aðila. Þegar fylliefni eru notuð er mjög mikilvægt að þekkja anatómíu andlitsins, til dæmis hvar helstu æðarnar liggja og taugar. Ef það er farið óvarlega geta æðarnar annað hvort fallið saman vegna þrýstings eða óvart fylliefni farið í æðarnar. Í versta falli getur það leitt til dreps í húðinni og jafnvel blindu,“ segir Jenna í viðtali við mbl.is.

Jenna vinnur á Húðlæknastöðinni, en stöðin birti nýverið skjáskot af fylliefnum sem hægt er að kaupa á vefversluninni Ali Express. Jenna segist ekki hafa heyrt um neinn sem hafi keypt þessi efni af Ali Express en viti þó um nokkur dæmi þar sem fólk hefur farið til aðila í heimahúsu í varafyllingu.

„Þá vita þessir einstaklingar oftast ekki hvaða efni voru notuð. Á þetta oftast við um fylliefni sem eru sett í varir,“ segir Jenna og ítrekar að landsmenn skuli varast slíkar „bílskúrsmeðferðir“. „Á Húðlæknastöðinni starfa einmitt tíu sérfræðimenntaðir húðlæknar sem hafa allir tök og leyfi til að grípa inn í ef illa fer. En oft hafa þau þurft að lagfæra eftir svokallaðar „bílskúrsmeðferðir“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar