fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Enn eitt hneykslið í stigagjöf Eurovision – Skipuleggjendur svara ekki fyrir þessi mistök

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2019 09:00

Duncan Laurence frá Hollandi fagnar sigri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-síðan ESC XTRA segir frá enn einum mistökunum er varða nýafstaðina Eurovision-keppni, en örstutt er síðan það kom í ljós að starfsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefðu gert mistök við útreikninga á stigagjöf dómnefndar Hvíta-Rússlands. Þá er því einnig haldið fram að mistök dómnefnda Tékklands og Svíþjóðar hafi geta skipt sköpum um hvaða lönd komust upp úr undanriðlunum.

Nú hefur ítalska ríkissjónvarpið, RAI, opinberað úrslit símakosningar í landinu, en ítalskur almenningur fékk að kjósa í seinni undanriðli og úrslitum Eurovision. Hins vegar stemma tölur RAI ekki við þær tölur sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var búið að opinbera úr símakosningunni í Ítalíu. Forsvarsmaður RAI staðfestir í samtali við ESC XTRA að tölur stöðvarinnar séu réttar og vissi ekki af misræminu.

Ef að satt reynist, að stig RAI séu rétt, þá þýðir það að Rússar urðu efstir í ítölsku símakosningunni en ekki Noregur. Þá myndu Moldóva, Norður-Makedónía og Litháen einnig færast ofar á blaði meðal almennings í Ítalíu. Litháen komst hins vegar ekki í undanúrslit en átti það hugsanlega skilið ef tölur RAI eru réttar.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ekki tjáð sig um ítölsku símakosninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn