fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Lokun Fjaðrárgljúfurs ekki virt: Landverði boðnar mútur – Er þetta Justin Bieber að kenna?

Fókus
Mánudaginn 20. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðafólk hefur ítrekað hunsað lokanir við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi. Svæðinu var lokað fyrir umferð gesta en talið er að ástæðuna megi rekja til stórsöngvarans Justin Bieber.

Um er að ræða gönguslóðir meðfram gilinu á svæði nr 703 á náttúruminjaskrá. Ákvörðunin er tekin með vísan til náttúruverndarlaga en svæðið er mjög illa farið vegna mikils fjölda ferðamanna, snöggra veðrabreytinga, hlýinda og mikillar vætu. Mögulega verður opnað fyrir svæðið aftur ef það helst nægilega þurrt, en að svo stöddu liggur fyrir að ferðamenn séu ekki að virða skilti sem vísa til þess að svæðið sé lokað.

Skömmu eftir að Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt árið 2015 með myndbandinu I‘ll Show You var gripið til þess að loka svæðinu. Streymi inn á svæðið jókst gríðarlega í kjölfar birtingu myndbandsins, þar sem náttúrufegurð Íslands var í burðarhlutverki, og herma heimildir að sé farið að sjá verulega á umhverfinu.

Kemur Bieber til varnar

Fréttaveitan Associated Press ræddi við Hönnu Jóhannsdóttur, landvörð á svæðinu, og segir hún að fjöldi fólks keyri að gljúfrinu, jafnvel að nóttu til þegar svæðið er ekki vaktað. Ferðamenn hafa margir hverjir reynt að tala við Hönnu til að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur, en þetta segir landvörðurinn hafa oft komið fyrir. Í flestum tilfellum hefur henni verið boðin matur en hún hafnaði ókeypis ferð til Dubai í skiptum fyrir það að hleypa ferðafólki að gljúfrinu.

Einnig ræddi fréttaveitan við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir málið ekki vera svo einfalt að streymi fólks sé Justin Bieber að kenna. Hann kemur Bieber til varnar en biðlar engu að síður til fólks og sérstaklega áhrifavalda að íhuga afleiðingar gjörða sinna.

„Á þeim tíma sem Bieber fer í Fjaðrárgljúfur eru ekki neinar leiðbeiningar með stígum eða köðlum sem beina honum þangað sem hann má og má ekki vera. Á hinn bóginn má segja að það að fara út á ystu klettanöf, út í mosann og svo framvegis, sé hegðun sem er ekki til eftirbreytni. Ef allur fjöldinn gerir hið sama, þá er hegðun þessa eina einstaklings búin að hafa mjög dramatísk áhrif á svæðið,“ segir Guðmundur.

Sjá má myndbandið frá Associated Press hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“