fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stuðmönnum fannst Með Allt á hreinu léleg: „Hvernig dettur ykkur þetta í hug?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 14:30

Goðsagnakennt atriði úr myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er næsti gestur Loga Bergmanns í þættinum Með Loga sem sýndur verður í kvöld í Sjónvarpi Símans. Í þættinum spyr Logi hann meðal annars út í hvernig Stuðmönnum hafi liðið þegar þeir séu myndina Með allt á hreinu í fyrsta sinn?

„Ekkert sérlega vel, okkur fannst þetta ekkert sérlega vel lukkuð mynd,“ segir Jakob og heldur áfram.

„Okkur fannst hljóðið vera afleitt, þetta var einhver Dolby búnaður í Háskólabíó sem gerði ill heyranlegt talið í myndinni. Leikurinn fannst okkur svona upp og ofan. Dálítið misjafn en svo bara öðlaðist þetta eigið líf. Þarna voru menn innan hljómsveitarinnar búnir að segja hvernig dettur ykkur þetta í hug? Hver myndi nenna að fara að sjá mynd með Lúdó og Stefáni? Rokk í Reykjavík nýbúið að stórtapa fé. Menn héldu að þetta væri feigðarflan en við unnum þetta eins og alltaf, þetta var okkar studio sem músíkin var gerð í. Oftast að næturlagi eftir langa tökudaga. Við fjármögnuðum filmuna sem þá þurfti að kaupa og framkalla, bara með spilapeningum. Lékum mest sjálfir og fengum eitthvað lið með okkur þannig að þetta var ein allra ódýrasta kvikmynd Íslandssögunnar, hún kostaði 4,2 milljónir að framleiða.“

Með allt á hreinu kom út árið 1982 og vakti þvílíka lukku meðal landsmanna, en framhald myndarinnar, Í takt við tímann kom út árið 2004. Ágúst Guðmundsson leikstýrði báðum myndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar