fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Íslendingum misboðið yfir meintum málshætti: „Skelfilegt að sjá svona óþverra koma úr páskaeggi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. apríl 2019 16:33

Engilbert hefur staðið Costco-vaktina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag deildi Engilbert Arnar Friðþjófsson, oft kallaður Costco-kóngur Íslands og stjórnandi Facebook-hópsins Costco – Gleði, innan þess hóps mynd af meintum málshætti úr páskaeggi sem á stendur: „Þú máttir nú ekki við þessu, feita fífl“. Augljóslega er um grín að ræða en fjölmargir innan hópsins telja þetta þó grátt gaman. Ekki er ljóst hvort málshátturinn hafi komið úr páskaeggi eða hvort þetta sé einhvers konar fölsun. Mynd af þessum meinta málshætti hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum undanfarna daga.

„Ég ætla bara að vona að þessi sem myndin er af sé EKKI úr páskaeggin heldur eitthvað djók,“ segir Karólína nokkur til að mynda. Önnur kona svarar henni og segir þetta nú vera saklaust grín. „Þetta er úr páskaeggi, en samt djók….maður þarf bara að hafa smá húmor,“ segir sú kona.

Fyrrnefnd Karólína svarar til baka að það verði að hafa í huga að börn gætu fengið þennan meinta málshátt. „Það er minnsta málið að hafa húmor fyrir þessu en ég hugsa bara til krakkana sem myndu fá þetta,“ skrifar hún. Jón nokkur tekur undir þetta og segir: „Uuu nei… það er verið kalla fífl feitt… allt í lagi að vera feitur en það er ekki í lagi að vera fífl… ef fíflið væri með gleraugu, þá myndi maður segja gleraugna glámur…“

Gunna nokkur segir þennan málshátt einfaldlega viðurstyggð. „Það er skelfilegt að sjá svona óþverra koma úr páskaeggi, hvað ef barn (jafnvel fullorðinn) er að berjast við þó ekki sé nema litilvæga yfirþyngd, hvernig heldurðu að viðkomandi barni liði? þetta er viðurstyggð,“ skrifar hún.

Þessi meinti málsháttur er gagnrýndur víðar en í hópnum Jákvæð líkamsímynd en þó taka flestir þessu gríni af jafnaðargeði. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir bendir til að mynda á að líklegast hafi einhver prentað þetta út og að málshátturinn komi ekki frá framleiðanda páskaeggsins. „Þetta er bara grín sem einhver prentaði út,“ segir hún.

Meinti málshátturinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum