fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fókus

Óskar Páll hneykslaður yfir vinsælli barnabók: „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem við Sunna lesum þessa bók saman“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 29. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er sagan af Benna og Báru. Skemmtileg flipabók sem heillar flest börn á passlegum aldri. Þar til maður les hana og kemst að því að þetta er algjört drasl.“ Svona hefst pistill vörustjórans og ljósmyndarans Óskars Páls Elfarssonar á Facebook um vinsælu barnabókina Benna og Báru. Óskar Páll á eina dóttur og einn son og las Benna og Báru fyrir elda barnið, Sunnu Karen sem er nýlega orðin þriggja ára. Óskar Páll segir vissulega að bókin byrji ágætlega með lýsingum á honum Benna litla.

„Hún fjallar í upphafi um hann Benna, rosalega duglegan strák sem er hrósað á hverri síðu fyrir það hvað hann er duglegur og sniðugur að klæða sig í regnfötin, gangandi í augun á mömmu sinni með því að reyna að klæða sig þó það taki hálfa bókina að klára verkið,“ skrifar Óskar Páll, en síðan er komið að henni Báru.

Bókin umrædda.

„Hinn helminginn fjallar um hana Báru, sem á hverri einustu síðu er kölluð kjáni af mömmu og rökkuð niður fyrir að vera enn ekki tilbúin þrátt fyrir að hún sé á hverri einustu síðu jafn dugleg og hann Benni.“

Óskar Páll er hneykslaður á boðskap bókarinnar og segir ljóst að hún verður ekki lesin aftur á hans heimili.

„Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem við Sunna lesum þessa bók saman. Ef ég ætti hana sjálfur þá hefði hún farið þráðbeint í næstu ruslafötu. Hvers konar skilaboð eru það til dætra okkar að þegar þær eru jafn duglegar og strákar að þá séu þær kjánar og vonbrigði á meðan strákurinn er sniðugur og duglegur,“ skrifar Óskar Páll og endar pistilinn á sterkum orðum.

„Stelpur geta allt er okkar viðhorf, sama þó svo að samfélagið sé sífellt að reyna að halda öðru fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára