fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Kristbjörg lýsir erfiðleikum á meðan Aron hefur verið í burtu: „Ég er langt frá því að halda utan um þetta allt saman“

Fókus
Þriðjudaginn 26. mars 2019 08:32

Myndir: Skjáskot/Instagram @krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil bara segja ykkur að ég er langt frá því að halda þessu öllu saman. Ég er að reyna mitt besta og það er það eina sem ég get gert,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir í einlægri færslu á Instagram.

Kristbjörg, einkaþjálfari, og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, eru gift og eiga tvö börn saman.

Eins og flestum Íslendingum er kunnugt keppti Ísland á móti Frakklandi í gærkvöldi. Því miður átti Ísland tapleik. Aron Einar hefur því verið í burtu frá fjölskyldu sinni í níu daga. Kristbjörg hefur verið ein með drengina og segir að það sé ekki búið að vera auðvelt. Báðir drengirnir, Ólíver og Tristan, hafa verið veikir og þurfti hún að fara með Tristan á spítala í gærkvöldi.

„Ég þurfti að fara með þetta krútt á spítalann í gærkvöldi því hann var ekki hann sjálfur. Þetta byrjaði allt eftir að hann lagði sig seinni partinn í gær eftir að ég kláraði æfingu. Augun hans runnu aftur, hann var ekki vökull, hann var veikburða, engar blautar bleyjur og hélt áfram að æla (ég vissi aldrei að svona mikill vökvi gæti verið í svona litlum líkama.

Þetta gæti hljómað eins og „pest“ fyrir sumum en ég var bókstaflega að skíta á mig. Það var hringt á sjúkrabíl sem fór með okkur á spítala. Eftir að hann var skoðaður vorum við send heim og mér var sagt að fylgjast vel með honum.

Hann vaknaði frekar oft um nóttina. Um morguninn þegar við vöknuðum var hann með hita og það leit út eins og það voru nokkrir blóðblettir í bleyjunni hans, þannig ég fór aftur með hann til læknis. Við létum taka þvagprufu og erum núna að bíða eftir niðurstöðu úr henni,“ segir Kristbjörg í færslu á Instagram.

Kristbjörg segir að það hefur verið erfitt að vera ein með strákana en þeir hafa báðir verið veikir.

„Þessir síðustu níu dagar þar sem Aron hefur verið í burtu þá hefur allt verið á afturfótum. Tristan hefur verið slappur tvisvar og Óliver einu sinni. Rútína mín (sem gerir mig andlega heila og lætur mér líða vel) er algjörlega f***** og ég hef varla sofið. Eins mikið og mig langar að segja: „Þetta er í lagi, ég er með þetta,“ þá er raunveruleikinn þveröfugur. Ég er dauðþreytt! Það getur verið erfitt að hafa enga fjölskyldu hérna en ég er svo heppin að hafa gott fólk í kringum mig,“ segir Kristbjörg.

Hún segist fá reglulega skilaboð frá fylgjendum sínum á Instagram.

„Ég hef fengið svo mörg skilaboð frá ykkur sem segja: „Þú ert súpermamma“ eða „þú ert svo góð mamma.“ Þetta er örugglega stærstu hrós sem ég hef fengið. En ég vil bara segja ykkur að ég er langt frá því að halda utan um þetta allt saman. Ég er að reyna mitt besta og það er það eina sem ég get gert.

Oft býst ég við of miklu frá mér sjálfri, sérstaklega þegar ég er undir álagi sem gerir mig stundum stressaða. Í þessum heimi virðist allt vera fullkomið alltaf hjá öllum, en sannleikurinn er sá að það er það ekki.

Allavega, það er ekkert verra en að sjá börnin þín slöpp og sérstaklega þegar þau geta ekki sagt þér hvað er að. Vonandi verður þetta allt búið bráðlega. Ég get ekki beðið eftir að Aron komi heim á morgun, við höfum saknað hans svo mikið. Takk fyrir öll skilaboðin, þau skipta mig miklu máli og þið haldið mér gangandi.“

 

View this post on Instagram

 

I had to take this little cutie to the hospital last night cause he was not himself. It all started after his nap in the afternoon right after I finished my training. His eyes were rolling back in his head , he was not alert, he was weak, no wet nappies and kept vomiting (never knew that much of a fluid could be in such a small body) This might sound as a “bug” for some but I was literally shitting myself! _ An ambulance was called and it dropped us to the hospital. After being examined we were sent home and I was told to just keep an close eye on him. He was waking up quite a lot during the night. In the morning when we woke up he had a temperature and his nappy looked like it had some spots of blood in it so I took him to see the doctor again. We had a urine sample taken so now we are just waiting for the results from that. _ These last 9 days that Aron has been away for international break everything has gone wrong 🙈 Tristan has been poorly twice now and Oliver once. My routine (which makes me sane and makes me feel good) is completely f***** and hardly no sleep😆 _ As much as I wanna say: “Its fine, I got it all together” then in the real life its complete opposite😳 Im exhausted! With no family around things can be hard but I’m so lucky to have good people around me here🙌🏼 _ I have had so many messages from you guys which says: “You are a supermom” or “You are such a good mom” which is probably the biggest compliment I have ever had💙 but I just wanted to tell you that I am far from keeping it all together. I’m trying my best and thats the only thing I can do. _ I often expect quite a lot from myself especially under pressure which makes me anxious at times. In this world everything seems to be perfect all the time with everyone but the reality is it isn’t! _ Anyway, there is nothing worse then seeing your kids feeling poorly and especially when they cant tell you what is wrong😩 Hopefully it will all be over soon🙏🏼 Can’t wait to have Aron back home tomorrow, we have missed him so much💙 _ Thanks for all the messages, means the world to me and you guys are the ones that keep me going💙

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull

Stjörnusílin sem synda í seðlum – Leikarar Stranger Things mala gull
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“

Þurý ferðaðist til Indlands og hitti styrktarbarnið sitt – „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins

Þetta eru nýjustu lögin á Íslandi í dag: Óður til Herjólfs og Einar Áttavillti vaknar til lífsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“

Íslendingar hvæsa á martraðarkennda stiklu: „Hvað er að mannkyninu?“