fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Svívirðingum ausið yfir Hafþór Júlíus: „Ég ber enga virðingu fyrir manneskjum eins og þér“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:35

Hafþór Júlíus Björnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og hann er oft kallaður, birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sést gefa tígrisdýri pela í dýragarðinum í Dúbaí, þar sem Hafþór hefur dvalið að undanförnu. Þessi myndbirting hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér, en við myndina skrifar Hafþór einfaldlega:

„En fallegt tígrisdýr!!“ og þakkar svo fyrir frábærar móttökur í Dúbaí.

Myndin hefur hleypt illu blóði í dýraverndunarsinna sem segja óeðlilegt að geta gefið rándýri eins og tígrisdýri að drekka. Þá halda því margir fram að dýrið sé lyfjað, en síðustu ár hafa borist fregnir af því hvernig villt dýr eru fyllt af lyfjum til að gera þau rólegri – einmitt svo dýragarðsgestir geti stillt sér upp fyrir mynd með dýrunum. Hafa fréttir af slíkri meðferð á dýrum borist til dæmis frá dýragörðum í Buenos Aires í Argentínu og Hua Hin í Taílandi.

„Þú hefur brugðist fullt af fólki“

„Ég er aðdáandi þinn Hafþór Júlíus en þú hefur brugðist fullt af fólki. Ekki svalt. Vinsamlegast lestu þér til um málið. Ég get ekki stutt þig ef þú styður þetta,“ skrifar Instagram-notandinn alanj.bailey. „Ansans. Ég kunni vel við þig, helvítis fáviti,“ bætir biancaborrego við.

Og þetta er bara brotabrot af neikvæðum athugasemdum við myndina.

„Þetta er ekki svalt. Þetta eru villt dýr og ættu ekki að vera meðhöndluð sem gæludýr eða dót okkur til skemmtunar. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina þína. Vonbrigði,“ skrifar gavinchapmanphotographer. Leonidaskarnesis er þessu sammála.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on

„Flott mynd en þetta er ekki svalt. Tígrisdýrið gæti rifið af þér báða handleggina á nokkrum sekúndum og það er uppdópað til að skemmta þér. Dýrið á heima í náttúrunni.“

Janhonenpaula skrifar: „Ég ber enga virðingu fyrir manneskjum eins og þér,“ og miacissa skrifar: „Þetta er alls ekki svalt. Þessi tígrisdýr eru uppdópuð, þeim er misþyrmt og þau haldin sem skemmtibrúður fyrir manneskjur sem vilja bústa egóið. Alvöru tígrisdýr eru frjáls og þau borða þig ef þú reynir að klappa þeim.“

„Af hverju þarf Hafþór að axla ábyrgð?“

Þá eru margir sem segjast ætla að hætta að fylgja Fjallinu eftir þessa myndbirtingu. Enn aðrir hvetja hann til að eyða myndinni. Hins vegar er einnig töluverður fjöldi sem blöskrar viðbrögð fólks.

„Fari þið allir dýraaðgerðarsinnar til andskotans. Þessi tígrisdýr skemmta sér vel í Dúbaí,“ skrifar shlok.ahuja. Santepaolodel er þessu sammála.

„Sumt fólk hér þarfnast hjálpar. Af hverju þarf Hafþór að axla ábyrgð? Ég sé engar keðjur. Dýragarðar eru til. Af hverju að drulla yfir þá sem heimsækja þá?“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on

Þetta á ekki að vera hægt

Myndin hefur einnig vakið athygli erlendra fjölmiðla og fjallar til að mynda finnski fjölmiðillinn ILTALEHTI ítarlega um málið. Í fréttinni er rætt við Mari Lehmos hjá Korkeasaari dýragarðinum í Helsinki í Finnlandi. Hann sér margt athugavert við myndina.

„Mín fyrsta hugsun er að þetta á ekki að vera hægt,“ segir hann. „Það er ekki venja villtra dýra að vera nálægt manneskju. Það þýðir yfirleitt að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Tígrisdýr eru til dæmis oft geymd á slæmum stöðum við vond skilyrði. Þau eru oft tekin frá móður þegar þau eru ung og venjast mannfólki. Hér er augljóslega tígrisdýr sem er vant manneskjum og hefur ekki geta alist upp með móður sinni.“

Mari segir enn fremur að meðferð dýra í dýragörðum sé oft slæm og til þess gerð að bjóða gestum garðanna upp á myndir eins og þá sem Hafþór birtir.

„Til að tryggja öryggi ferðamanna hafa í mörgum tilvikum tennur og klær rándýranna verið fjarlægðar. Eða dýrin lyfjuð til að vera rólegri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena Reynis gengin út

Helena Reynis gengin út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar