fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Nauðsynlegt að hafa þykkan skráp til að keppa í Eurovision: „Ég er rosalega glöð að vera hinum megin við skjáinn“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt útlit er fyrir því að Eurovision-dagar Grétu Salóme Stefánsdóttur séu að baki, þó stimpillinn hverfi ekki í bráð að hennar sögn. Tónlistarkonan mætti sem gestur hjá DV sjónvarpi í dag og flutti lagið Mess it Up, en þetta lag samdi hún með danska pródúsentinum Emil Lei.

Í viðtali sem tekið var fyrir flutninginn ræðir Greta keppnina sem er á vörum margra landsmanna um þessar mundir. Greta hefur tvívegis verið fulltrúi Íslands í Eurovision. Fyrst var það árið 2012 þegar hún flutti lagið Never Forget ásamt Jónsa í Baku í Aserbaídsjan. Lagið fór áfram upp úr undanriðli og hafnaði í 20. sæti í úrslitunum með 46 stig. Síðar fór hún aftur árið 2016 í Svíþjóð með lagið Hear Them Calling, en komst ekki upp úr undanriðlinum.

„Eurovision er eins og jólin“

Aðspurð hvort það hafi eitthvað kitlað hana að taka þátt í keppninni þetta árið svarar söngkonan því neitandi og segir einnig engar líkur vera á því að hún taki þátt í keppni næsta árs. „Ég er rosalega glöð að vera hinum megin við skjáinn,“ segir hún hress.

Greta hvetur hins vegar allt tónlistarfólk sem vill koma sér á framfæri til að taka þátt í keppninni en bætir þó við að því fylgir örlítill fyrirvari. „Þessi keppni er svo skemmtilegt fyrirbæri, en maður þarf samt að hafa þykkan skráp, heldur betur, og smá húmor,“ segir hún.

„Eurovision er eins og jólin. Þau koma einu sinni á ári og maður verður að taka þátt á einn hátt eða annan. Í ár er ég til dæmis að spila með „playback‘i“ í einu af lögunum sem eru að keppa úti í Danmörku, með þessum danska pródúsent, þannig að maður losnar ekki alveg við brennimerkið af enninu,“ segir hún.

Að sögn Gretu hefur hún unnið hörðum höndum erlendis undanfarin misseri og þar á meðal unnið verkefni fyrir stórrisana hjá Disney og spilað mikið á skemmtiferðaskipum víða. „Þetta er búið að vera ansi strembið og mikið en ógeðslega skemmtileg,“ segir hún.

Viðtalið og flutninginn má finna að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar