fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Marta María skilur ekkert í Páli Winkel: Er þessi „kynbomba“ best klædda kona heims? – „Skil þetta ekki ennþá“

Fókus
Föstudaginn 15. febrúar 2019 19:00

Páll og Marta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlandsins, skýtur fast á fatasmekk unnusta síns, Páls Winkel fangelsisstjóra. Þetta gerir Marta á nokkuð lúmskan og skemmtilegan hátt í ritstjórnarpistli sínum í fylgiriti Morgunblaðsins í dag sem ber heitið Förðunartískan 2019.

Marta María byrjar pistilinn á að ræða um vor- og sumartísku þessa árs. Hún segir frá því að í fyrra hafi hún mögulega gert sín bestu fatakaup þegar hún keypti samfesting frá Ganni; buxur og skyrtu með dýramynstri. Hún segir að samfestingurinn sé ekki allra en það skipti hana litlu máli, enda þægilegur og flottur. Marta María ræðir svo um það hversu mikill munur er oft á fatasmekk karla og kvenna.

„Það sem mér finnst spaugilegt við klæðaburð kvenna er að konur og karlar hafa langt í frá sama smekkinn. Þegar ég var á mínum síð-unglingsárum átti ég nokkra frábæra strákavini sem voru svolítið að leita sér að lífsförunaut á börunum. Þeir stóðu nokkuð ölvaðir við barinn í myrkri á Skuggabarnum eða Astro í leit að lífsförunaut. Þeir hefðu náttúrlega aldrei keypt sér bíl í þessu ástandi. Þegar við bárum saman bækur okkar kom sú sorglega staðreynd í ljós að þeim fannst mest varið í þær skvísur sem voru í sem fæstum spjörum. Þær sem voru í stuttum pilsum, magabol og háum stígvélum fengu 10 í einkunn á meðan svona eðlilega klæddar ungpíur fengu max 4 í einkunn. Ég skildi þetta ekki þá og skil þetta ekki ennþá. En stundum skilja konur bara ekki karla og öfugt.“

Marta María beinir svo orðum sínum að Páli Winkel.

„Ég legg reglulega próf fyrir manninn minn. Spyr hann hverju ég eigi að klæðast og það er eins og við manninn mælt. Hann hefur mjög svipaðan smekk og strákavinir mínir frá síð-unglingsárunum. En það er kannski ekki að marka. Honum finnst Pamela Anderson best klædda kona heims! Það keppir enginn við það.“

Pamela Anderson, sem reglulega var kölluð „kynbomba“ gerði sem kunnugt er garðinn frægan í Baywatch og var á hátindi ferilsins á tíunda áratug liðinnar aldar.

Marta María segir svo frá því þegar hún fór með vinkonum sínum í ferð í fyrrahaust. Þær fóru í verslun Mango þar sem Marta keypti sér fjólubláa dragt með víðum buxum og sniðlausum jakka. Óhætt er að segja að dragtin hafi skorað hátt hjá vinkvennahópnum – og meira að segja á skrifstofum Morgunbaðsins fór fólk inn á heimasíðu Mango til að panta sér dragt eða annað sambærilegt. En hvað ætli Páli Winkel hafi fundist um dragtina?

„Ég ákvað því að spyrja manninn minn hvernig honum fyndist þessi dragt og hann var hreinskilinn og játaði að honum þætti hún líklega það sísta sem til væri í skápnum. Var ég hissa? Nei, Pamela Anderson hefði náttúrlega aldrei látið sjá sig í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell