fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Frosti og Máni fóru í pararáðgjöf – Segist ekki vera karlremba: „Maður er titlaður sem kvenhatari“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 14:00

Frosti Logason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er gestur Stefáns Árna Pálssonar í Einkalífinu á Vísi. Þar fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars um samband sitt og meðstjórnanda sínum í Harmageddon, Mána Péturssyni, og hvernig það er að vera umdeildur karakter í samfélaginu. Þeir rifja meðal annars upp atvik sem leiddi til þess að Frosti og Máni tóku sér pásu í nokkra daga frá Harmageddon og gáfu sjálfum sér „rautt spjald.“

Pararáðgjöf

Frosti og Máni hafa verið saman með útvarpsþáttinn Harmageddon á x977 í ellefu ár. Eins og Stefán bendir á hafa þeir verið lengur saman en mörg hjón.

„Við höfum farið í svona „pararáðgjöf“ út af vinnusambandinu. Þetta er búið að vera langur tími og gengið á ýmsu. En við erum eins og bræður ef ég á að vera væminn. Þetta er eins og fjölskyldumeðlimur sem er mjög tengdur manni þannig það getur ýmislegt komið upp en allt er þetta í mesta bróðerni,“ segir Frosti.

„Ég man ekki nákvæmlega út af hverju [við fórum til ráðgjafa], held það hafi verið meira út af mér en honum og við þurftum að leita okkur hjálpar með samskiptin út af því […] Við vorum hjá góðum ráðgjafa, get mælt með honum. Það er alltaf gott að fara til svona ráðgjafa.“

Ekki karlremba

Stefán Árni þáttastjórnandinn spyr Frosta hvernig það er að hafa harðar skoðanir á hinum ýmsu málefnum, eins og femínisma og trúabrögðum, og vera því oft á milli tannanna á fólki.

„Mér finnst aðferðafræði femínisma vera í mörgu röng og ég stend alveg við það. En það þýðir það ekki að ég er fullur jafnréttissinni og allir þeir sem mig þekkja vita að það er ekki til í mér karlremba eða kvenfyrirlitning og svo framvegis. En það er málað upp á móti manni því maður er að gagnrýna aðferðir femínismans, þá er maður titlaður sem kvenhatari og eitthvað svona. Það bítur svo sem ekki á mig. Þeir sem mig þekkja vita betur og ég veit fyrir hvað ég stend sjálfur.“

„Manstu eftir einhverju tilfelli þar sem þú ferð fram úr þér og sérð eftir?“ Spyr Stefán og vísar í þegar Frosti og Máni tóku sér nokkra daga pásu í Harmageddon vegna máls sem varðaði Hildi Lillendahl.

„Jú það er nú flókin saga. En hún kvartaði yfir einhverju og við ákváðum að hérna, ég man ekki hvað það var einu sinni. Og við ákváðum að gefa okkur smá rauða spjaldið og við vikum okkur úr starfi sjálfir í nokkra daga. En ég man ekki lengur hvað það var einu sinni þannig það hefur ekki verið mjög merkilegt.“

Sjá einnig: Frosti líkir Hildi við Hitler: „Hann þreifst og nærðist á uppklappinu“ – Jakob segir karlkynsfemínista hrædda

Sjá einnig: Jakob, Frosti, Sigmundur og Ingó sagðir „fánaberar feðraveldisins“: Fyrrverandi þingkona segir femínista ganga of langt

Frosti tekur fyrir það að vera með umdeildar skoðanir og segist vera frekar gagnrýninn og með sterka réttlætiskennd.

„Mér þykir oft erfitt að sitja og þegja þegar eitthvað er sett fram í þjóðfélaginu á þann hátt sem mér þykir galið,“ segir Frosti.

Horfðu á Einkalífið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar