fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Frosti líkir Hildi við Hitler: „Hann þreifst og nærðist á uppklappinu“ – Jakob segir karlkynsfemínista hrædda

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 22. október 2018 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hérna eru karlar að tala um karlahatur, eða frekar hatursumræðu kvenna á körlum, ekki síst miðaldra körlum, hvítum körlum. Eins og okkur.“ Svo hefjast nærri 20 mínútuna umræður Frosta Logasonar, Jakobs Bjarnar Grétarssonar og þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Frosti reið á vaðið og sagði þróun mála ekki góða. „Við erum að tala um afskaplega sorglega þróun, ég held að allir séu sammála um það. Það er búið að krauma eitthvað undir niðri sem er að gjósa upp á yfirborðið. Ég held að það séu allir sammála um að það sé ekki mikið gott að koma út úr þessu. Við erum að tala um hatursgrúppuna Karlar gera merkilega hluti, sem á að vera létt gríngrúppa, og ég efast ekki um að ásetningurinn hafi verið góður í upphafi og þessum konum hafi gengið gott eitt til. En þarna erum við komnir með einhverskonar ófremdarástand, þar sem tæplega tíu þúsund manns eru saman komin til að níða skóinn af fólki fyrir hvers kyn það er,“ sagði Frosti.

Fordæma karlfemínista

Þáttastjórnandi sagði þá að konur verði líka fyrir barðinu á þessum hópi. Því svaraði Jakob: „Allir sem stíga ekki í takt eru úthrópaðir. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Ég er búinn að tala um þessi mál í tíu ár og við Frosti höfum fengið það óþvegið inn á þessum vettvangi því allir sem gagnrýna aðferðirnar sem eru svolítið þessar, að einangra sig og svo verður eitthvað hópefli sem allt byggist á þessu undarlega og dularfulla hugtaki feðraveldið, sem fæstir skilja nú almennilega. Þessi tiltekni hópur, sem við erum að tala um núna, sem snýr að þessari grein hans Jóns Steinars, sem heitir Karlar eru að gera merkilega hluti, hann er bara einn af mörgum hópum sem hafa verið búnir til utan um þennan femínisma. Það eru mjög margar konur sem vilja kalla sig femínista,“ sagði Jakob.

Það eru líka margir karlar sem vilja kalla sig femínista.

„Já, það er eitt fyrirbæri, þessir karlkynsfemínistar sem við höfum nú fjallað um á vettvangi Harmageddon. Sem eru náttúrlega bara karlar sem óttast rannsóknarrétt þessarar kirkju,“ sagði Jakob.

Allir hræddir

Þá kvað Frosti sér hljóðs og sagði: „Ég verð að skjóta aðeins hérna inn í. Það er alltaf verið að senda manni skjáskot úr þessari grúppu og maður hefur einmitt séð þar karlfemínistanna. Þeir bugta sig og beygja þarna inni og þakka innilega fyrir að fá að vera með og þakka fyrir þetta góða verk sem þær eru að gera. Þeir eru að sjálfsögðu logandi hræddir við að lenda hinum megin við reiðivöndinn og þá þakka þeir sínu sæla fyrir að fá að vera í liðinu og vera þannig stikkfrí fyrir því að vera hent undir strætóinn, eins og sagt er. Það er held ég mest þannig til komið að karlmenn gerast karlfemínistar.“

Þá sagði Jakob: „Málið er þetta er partur af ákveðni aðferð við að ná völdum. Þetta er valdatæki og við skulum bara átta okkur á því að það eru allar stofnanir samfélagsins meira og minna á hnjánum gagnvart þessu. Þingið er algjörlega á hnjánum gagnvart þessu. Jafnréttisiðnaðurinn veltir milljörðum og það kemur aldrei fram nein gagnrýni á þetta. Það maldar enginn í móinn og segir: „Nei, þetta verkefni er kannski ekki alveg“. Vegna þessara aðferða að vera með svona massívan hóp-róg á alla þá sem þær skilgreina sem, og þeir þarna karlkynsfemínistarnir, sem andstæðinga sína.“

Frosti bætti við: „Þá hikar fólk ekki við að fara út í persónuníð eða atvinnuróg og þaðan af verra. Auðvitað er fólk logandi hrætt.“ Jakob sagði fjölmiðla líka hrædda. „Fjölmiðlar eru á hnjánum gagnvart þessu, flestir hverjir. Vegna þess að fjölmiðlar standa frekar veikt á Íslandi. Þeir hafa verið að veikjast mjög á liðnum árum,“ sagði Jakob.

Þannig að við erum að taka mikla áhættu með þessu, að hafa ykkur tvo í viðtali?

„Þið hafið ekki efni á því, Bylgjan er með mikla hlustun en þið hafið varla efni á því að fara út í þessa umræðu, því fjölmiðlar standa veikt,“ svaraði Frosti.

Netaparnir

Þannig héldu umræður áfram en um miðju viðtalsins fóru þeir að ræða Hildi Lilliendahl sérstaklega. Frosti kom þá með uppástungu um hvað konur ættu frekar að gera: „Þessum hópi er ætlað að vera valdeflandi fyrir konur en ég held að það þurfi engan doktor í sálfræði til að benda á að það sé ekki besta leiðin til að valdefla fólk að hjálpa því að níða skóinn af öðru fólki. Að fara í persónuníð og atvinnuróg og svo framvegis. Þær ættu miklu frekar að stofna Facebook-hóp sem væri Konur gera merkilega hluti og þær myndu safna þar saman umfjöllun um konur sem eru að gera góða hluti.“

Þá sagði Jakob: „Þetta er ofboðslegt hópefli. Nú skrifaði Hildur Lilliendahl, sem er nú ein af forystusauðunum í þessum hópi, sem hefur nú orðið uppvís af netníði, held ég að sé óhætt að segja. Það er bara þannig. Hún skrifar pistil í gær, sem þótti svo mikil snilld að ég bara held að það séu komin tvö þúsund læk á hann og þrjúhundruð deilingar og eitthvað. Þar sem hún tekur einmitt þennan hóp sem við erum að nefna, þessa netapa, sem fara svo með orðum á netinu, sem eru að veitast að þessum konum sem verða uppvísar að þessu nákvæmlega sama.“

Líkir Hildi við Hitler

Þau skaut Frosti inn í: „Þessir netapar sem eru hluti af þessum snjóboltaáhrifum sem verða þegar svona netbylgja fer á stað.“ Jakob hélt svo áfram: „Þeir falla í þennan sama pytt og Jón Steinar hafði verið að fordæma. Þetta er svolítið magnað. Hún þakkar Jóni Steinari og gerir hann ábyrgan fyrir viðbrögðum við sínum eigin ummælum. Náðuð þið þessu? „Þakka þér Jón Steinar, sjáðu hvað þú ert búinn að kalla fram“. Bíddu þetta eru viðbrögð við hennar eigin orðum. Hversu klikkað getur þetta verið? Og fyrir þessu klappar stórt klapplið og þess vegna eru stjórnmálamenn og aðrir svona hræddir við þetta. Þetta er svona tvöhundruð manna hópur. Þetta er algjört glóruleysi. Og hún bætir við, Jóhann Páll fjallar um þetta í  Stundinni með mjög miklum kynjagleraugum á nefinu. Og Hildur Lilliendahl þakkar honum fyrir fréttina í Stundinni. Hún hefur mjög brenglaðar hugmyndir um fjölmiðla og blaðamennsku. Hún þakkar honum fyrir að hafa fjallað með þeim hætti, að hann smellur á þeim sem eiga það skilið. „Takk, Jóhann Páll.“ Hvers konar hugmyndir um blaðamennsku er þetta?“

Svo fór að lokum að Frosti líkti Hildi við Hitler sjálfan. „Með klappherinn, sem er ábyrgur fyrir þessu ástandi því að svona brjálaðir leiðtogar verða ekki til í tómarúmi. Það er alltaf glatað að fara í Hitler-samlíkinguna, en Hitler kom ekki úr einhverju tómarúmi, hann þreifst og nærðist á uppklappinu. Það var fólk sem klappaði honum á bakið og sagði að hann væri að gera frábæra hluti, hann nærist á þessum viðbrögðum. Það er ekkert ólíkt.“

Umræður Frosta Logasonar og Jakobs Bjarnar Grétarssonar í Bítinu má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia