fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Sólborg opnar sig: „Mig langar ekki að þið fáið ranga mynd af mér“

Fókus
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 13:15

Sólborg Guðbrandsdóttir. Mynd: Dv/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistinn og fyrirlesarinn Sólborg Guðbrandsdóttir opnar sig í einlægri færslu á Instagram. Sólborg heldur úti Instagram-síðunni Fávitar, sem er átak gegn kynferðisofbeldi. Í gærkvöldi deildi hún mjög persónulegri færslu með fylgjendum sínum, sem eru 25 þúsund talsins.

„Mig langar að skrifa aðeins til ykkar því skammdegið er að leggjast yfir mörg okkar. Ég þekki fæst ykkar persónulega og þið þekkið mig ekki heldur. Mig langar ekki að þið fáið ranga mynd af mér. Ég kem hingað inn á þegar ég treysti mér til þess, þegar ég er á ágætum stað í hausnum á mér og treysti mér til að horfast í augu við heiminn og allar þær áskoranir sem hann sendir okkur,“ skrifar Sólborg til fylgjenda sinna.

„Stundum á ég erfitt með að fara fram úr rúminu á morgnanna því mér líður ekki vel og suma daga langar mig ekki að tala við neinn og loka mig af. Ég skil oftast ekkert í þessum heimi og hvers vegna við séum öll hérna. Þetta er ráðgáta sem getur gert mig gjörsamlega geðveika og tekur sérstaklega á í skammdeginu.

Ég vil ekki að þið haldið að ég sé með allt á hreinu þegar það er ekki þannig. Við erum öll að díla við okkar shit og dagarnir eru mis erfiðir. Það hefur gjörsamlega bjargað lífi mínu að leita til sálfræðinga og geðlækna til að tala um vandamálin mín, forréttindapésinn sem ég er.“

Sólborg undirstrikar hversu mikilvægt það er að leita sér hjálpar.

„Ég veit að fyrsta skrefið getur verið ótrúlega erfitt. Næstu 500 geta verið það líka. En ég veit að það að biðja um hjálp getur bjargað lífi ykkar líka,“ segir hún.

„Við eigum svo miklu fleira sameiginlegt en við höldum oft og við þurfum að vera duglegri að minna okkur á það, vera til staðar og elska hvert annað. Sýna hverju öðru umburðarlyndi og koma fram af virðingu. Við þurfum öll á því að halda og vitum ekkert um það sem næsta manneskja gæti verið að ganga í gegnum.

Ef þið eruð að bugast – talið við einhvern. Ef ykkur líður eins og þið hafið engan til að tala við, talið við mig. Ég er hér.

Þetta getur orðið betra. Við gerum þetta saman.“

https://www.instagram.com/p/B4yY0nHAqcs/

Sólborg var tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“