fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Margrét og Jón Óttar hafa verið gift í þrjátíu ár: „Við erum með ranghugmyndir um hjónabönd“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 26. október 2019 20:37

Margrét opnar sig í Föstudagsþættinum Fókus. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Hrafnsdóttir, kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðandi, er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, föstudagsþáttarins Fókuss. Margrét hefur verið búsett vestan hafs með eiginmanni sínum til þrjátíu ára, Jóni Óttari Ragnarssyni, síðan árið 1992.

Sjá einnig: Harvey Weinstein bjargaði verkefni Margrétar – Varði hann í fyrstu en síðan kom sannleikurinn í ljós: „Hann er bara fárveikur”

Lífið er ótrúlega einfalt

Margrét og Jón Óttar giftu sig í Palm Springs árið 1996 og bjuggu síðan í Los Angeles í um sextán ár. Nú hafa þau snúið aftur til Palm Springs, nánar tiltekið Palm Desert, þar sem þau hafa verið búsett síðastliðin fimm ár. Varðandi daglega lífið segir Margrét það ekki einkennast af glamúr – þvert á móti.

„Lífið mitt er ótrúlega „döll“ og einfalt. Ég vakna yfirleitt fimm á morgnana. Ég segi ekki að ég rjúki á fætur alveg strax heldur byrja á því að skoða tölvupóst og pæla aðeins í hlutunum. Svo fer ég af stað, byrja að hreyfa mig aðeins og fylgjast með því sem er að gerast. Síðan byrjar dagurinn. Ég vinn mikið og er að vinna að mörgum skapandi verkefnum þessa dagana. Við förum á veitingastaði og mjög mikið í bíó. Við horfum mikið á bíó og sjónvarpsseríur í dag. Við förum í göngutúr á kvöldin og tennis og snemma að sofa. Þetta er ótrúlega glatað,“ segir hún og hlær. Lykillinn að farsælu hjónabandi þeirra Jóns Óttars felst að miklu leyti í því hve óhrædd Margrét hefur verið að leita sér sálfræðihjálpar í gegnum tíðina.

Margrét hefur verið gift Jóni Óttari í um þrjátíu ár.

„Mín skoðun er sú að við erum með ranghugmyndir um hjónabönd af því að ég held að við gerum of miklar kröfur á hinn aðilann og höldum oft að það sem við fáum næst sé miklu betra. Ég er mikið fyrir það að fólk sé í þerapíu, fyrst fyrir sjálft sig, því allar breytingar sem verða á lífi manns gerast innra með manni. Ég hitti mjög ung alveg stórkostlegan sálfræðing sem breytti lífi mínu. Ég fór í meðferð mjög ung, hætti að drekka ung og fór svo í þerapíu. Það var alveg stórkostlegt. Ég vildi að allir gerðu það. Flestir bera þetta fram á fimmtugsaldur og allt í einu byrja hlutir að springa.“

Sorgir og sigrar

Margréti er tíðrætt um hve erfiður kvikmyndagerðarbransinn er. Þá liggur beinast við að spyrja af hverju hún hafi enst svona lengi í honum?

„Uppeldi mitt og uppvöxtur bjó mig undir þessa göngu. Það sem ekki drepur mann herðir mann. Það alveg sama hvaða verkefni við fáum í lífinu, það er alltaf einhver þroskaganga. Okkur líður alltaf mjög vel þegar við komumst út úr einhverjum erfiðum kafla. Þá hugsar maður: Þetta bjó mig undir þetta, og svo styrkjumst við öll á lífsins göngu. Ég er orðin þetta sterk á þessari göngu og er þakklát fyrir þessi erfiðu verkefni sem hafa orðið á vegi mínum, eins og verða á vegi okkar allra. Það er enginn undanskilinn því að lenda í ýmsu,“ segir Margrét og telur þau hjónin hafa haldið einkalífi sínu fyrir sig þrátt fyrir að hafa verið í sviðsljósinu í öll þessi ár.

„Þegar við höfum gengið í gegnum hluti höfum við miðlað. Ég held að það sé gott að miðla því að það eru sigrar eins og sorgir og ekkert síður sorgir en sigrar í lífsgöngu alls fólks sem reynir að fara á eftir draumum sínum og vekur þar af leiðandi einhverja eftirtekt. En ég held samt að sem betur fer þá vitum við ekkert í raun hvað gengur á. „Be kind for everyone is fighting a hard battle.“ Ég held að þetta sé ótrúlega góð lífsspeki. Ég held að við séum of gagnrýnin á fólk án þess að vita í hverju það stendur.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Margréti í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“