fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Hjörtur Hjartarson: „Afsakið brot mitt á reglum, fannst þetta bara svo dásamlegt moment“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Hjartarson fyrrum fréttamaður er nú búsettur í Barcelona þar sem hann leggur stund á mastersnám. Í dag birti hann sögu á Facebook-síðu sinni af góðverki dagsins, en Hjörtur fann vegabréf japanskrar konu, sem hann kom til skila á skemmtilegan hátt.

Skemmtilegt dagsins.
Fann í einni metróstöðinni á laugardaginn hér í Barcelona, veski sem innihélt meðal annars, japanskt vegabréf. Útilokað reyndist að finna eigandann á samfélagsmiðlum (það eru margir sem heita Takamori í Japan).
Ég fletti því upp japanska sendiráðinu í Barcelona til að skila vegabréfinu og þangað hjólaði ég svo í dag.
Fyrir algjöra tilviljun var Takamori stödd þar, í öngum sínum að fylla út skjöl til að fá neyðarvegabréf.
Ég held ég hafi aldrei séð jafn glaða manneskju á ævinni eins Takamori þegar hún fékk vegabréfið sitt í hendurnar. Mikið grátið og mikið hlegið.
Ég veit að reglur samfélagsins í dag eru þannig að ef maður gerir góðverk á maður víst að steinhalda kjafti um það. Þið afsakið brot mitt á þessum reglum, fannst þetta bara svo dàsamlegt moment að mig langaði til að deila
Afsakið líka troðna vör á myndinni!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

VÆB hamrar járnið meðan heitt er

VÆB hamrar járnið meðan heitt er
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ósýnilega teymið“ hefur 35 sekúndur til að skipta um sett á Eurovisionsviðinu – „Við köllum þetta Formúlu-1 dekkjaskipti“

„Ósýnilega teymið“ hefur 35 sekúndur til að skipta um sett á Eurovisionsviðinu – „Við köllum þetta Formúlu-1 dekkjaskipti“