fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 13. september 2019 21:30

Telma við tökur á Eden

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Huld Jóhannesdóttir útskrifaðist af leiklistarbraut í Fjölbraut í Garðabæ. Eftir það tók við leiklistarnám í París og síðar meir kvikmyndanám í Prag. Telma hefur gert það gott á undanförnum árum í kvikmyndunum Webcam og Eden, en ferill er hennar nánast nýhafinn. Hún er gestur í föstudagsþættinum Fókus og ræðir þar málefni sem eru henni hugleikin, meðal annars mikilvægi listsköpunar, heimsendaáhyggjur og græna kvikmyndagerð.

Síðastliðin tvö ár hefur blundað í Telmu saga sem hana langar að flytja sjálf í kvikmyndaformið. Hún stígur út fyrir þægindarammann og undirbýr stuttmynd sem hún hvort tveggja leikstýrir og skrifar. Áður hefur hún leikstýrt á sviði en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún leikstýrir á tökustað. Hjá Telmu stendur til að tileinka sér svokallaða græna kvikmyndagerð, en umhverfisvernd er henni afar hugleikið málefni.

„Kvikmyndagerð í eðli sínu er óumhverfisvæn, að mörgu leyti. Ég held að fólk sé meira að pæla í þessu en áður og ég held að núna sé rétti tíminn til þess. Það þarf samt sem áður að keyra alls konar trukka til að flytja ljós, ýmiss konar búnað og það er mikið rafmagn og mikil eyðsla sem á sér stað. En það þarf ekki mikið til að laga ýmislegt,“ segir Telma og spyr:

„Hvað get ég gert í mínu til þess að bæði hvetja til hugarfarsbreytingar og líka, meðan á verkefninu stendur, að bæta engu við þetta ástand og gera það verra?“

Að sögn Telmu er stuttmynd hennar jafnframt ákveðin áskorun til stjórnvalda um að grípa til stærri aðgerða en þau hafa verið að gera, til dæmis með því að setja ekki alla ábyrgð á einstaklinginn, að hennar sögn. „Mér finnst of mikil áhersla lögð á að við – neytendur – eigum að breyta þessu, en það er ekki svo einfalt. Þetta þarf að byrja á stærri skala, að mínu mati, og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri – að gera fólk reitt,“ segir hún.

„Með kvikmyndagerð ættum við að endurnýta meira. Það er endalaust til af notuðum fötum og það á ekki að þurfa að kaupa alltaf allt nýtt eða sauma. Ef við þurfum ekki á einhverju að halda, þá þurfum við ekki á því að halda. Það er allt svo tvístrað. Flestir einstaklingar eru í sínu horni og þá verður vandamálið svo óyfirstíganlegt. Þess vegna held ég að stærri reglugerðir séu frekar svarið frekar en að bíða eftir að allir ákveði að verða sjúklega umhverfisvænir og flottir. Eins mikið og mig langar að trúa því, þá sé ég það ekki alveg gerast.“

„Ég get ekkert gert þegar allt springur“

Á vefsíðunni Green Filmmaking má finna ýmsar leiðir til að stuðla að umhverfisvænni kvikmyndagerð. Vefurinn sérhæfir sig í alls konar ábendingum og lausnum sem snúa að helstu sviðum verkferla, frá forvinnslu til listrænnar hönnunar, matar á tökustað og tæknivinnslu, svo dæmi séu nefnd.

„Eitt af því sem mér finnst vera sniðugt er að kvikmyndir og afþreyingarefni er mikill skóli. Það er mikið ábyrgðarstarf að bera eitthvað á borð fyrir fólk. Við pikkum upp alls konar hluti sem við sjáum í sjónvarpsþáttum og öðru og lærum af því. Og því oftar sem við sjáum það, því eðlilegra verður það,“ segir Telma og nefnir Free the Nipple-baráttuna sem dæmi.

„Við þurfum bara að sjá brjóst og þá hættir þetta að vera svona mikið mál. Sama held ég að eigi við um fjölnota poka, plastleysi og eldsneyti sem sparar. Ef við þræðum það meira í sögurnar sem við erum að segja og sýnum hvað þetta er eðlilegur og auðveldur hlutur í rauninni, þá vakna einhverjir kannski og sjá hvað það er lítið mál að tileinka sér það.“

Telma segist vera haldin minniháttar heimsendaþráhyggju, sem á að hluta til rætur að rekja til frétta jafnt sem loftslagsmála. „Ég er vita gagnslaus í heimsenda,“ segir hún. „Ég er leikkona, ég get ekkert gert þegar allt springur. Þannig að auðvitað vil ég gera allt sem ég get til að fyrirbyggja að allt endi í hörmungum.“

Þáttinn má nálgast í heild sinni að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“