fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Uppnám á Secret Solstice – Ein skærasta stjarnan ökklabrotin og spilar ekki á Íslandi

Fókus
Miðvikudaginn 5. júní 2019 14:59

Martin Garrix.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix slasaðist alvarlega á ökkla á tónleikum í Las Vegas þann 25. maí síðastliðinn. Í tilkynningu á Facebook-síðu hans kemur fram að Martin þurfi af þessum orsökum að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum næstu vikurnar.

Er þetta mikill skellur fyrir íslenska tónlistarunnendur þar sem Martin þessi er ein af skærustu stjörnunum sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar. Forsvarsmenn hátíðarinnar staðfesta í samtali við DV að Martin komi ekki hingað til lands vegna meiðslanna. Auk þess að troða upp á hátíðinni sjálfri sem fer fram í Laugardal dagana 21. til 23. júní þá átti plötusnúðurinn að skemmta á hliðarviðburði hátíðarinnar innan í sjálfum Langjökli föstudaginn 21. júní. Forsvarsmenn Secret Solstice segja að ekki hafi verið ákveðið hvort að sá viðburður falli niður eða hvort annar skemmtikraftur verði ráðinn í stað Martin.

„Ég er miður mín að þurfa að aflýsa þessum tónleikum því ekkert gerir mig hamingjusamari en að skemmta ykkur. Ég lifna við á sviðinu þegar ég sé ykkur brosa. Ég hlakkaði mikið til og mig langar aldrei að valda aðdáendum mínum vonbrigðum. Því miður hef ég enga stjórn á þessu,“ stendur í yfirlýsingu á Facebook-síðu plötusnúðarins. Hann bætir við að hann þurfi að gangast undir aðgerð, en ef hann myndi vanrækja það gæti það þýtt varanleg meiðsl á ökkla.

Martin ætlaði ekki aðeins að heimsækja Ísland í sumar heldur var búinn að auglýsa tónleika víðs vegar um Bandaríkin, Kanada, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki