fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Bára var í miklum vanda: „Það eru svona stundir sem gefa manni trú á lífið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. júní 2019 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kunni danskennari Bára Magnúsdóttir, stofnandi Jazzballettskóla Báru og eigandi JSB líkamsræktar og danslistarskóla, lenti í óþægilegu atviki í gær sem reyndist síðan vera uppspretta mikillar gleði.

Bára var stödd við afgreiðslukassa í Bónus og stóð frammi fyrir því að geta ekki greitt fyrir vörurnar sem hún var að kaupa. Fyrst mundi hún ekki pin-númerið á nýja greiðslukortinu en þegar henni loks tókst að muna það reyndist ekki vera heimild á nýja kortinu.

„Hvað er í gangi? Sumir dagar eru bara svona,“ hugsaði Bára með sér. Mitt í vandræðum Báru var hjálpin hins vegar á næsta leiti. Fyrir aftan hana stóð maður sem sagði:

„Engar áhyggjur. Ég skal borga þetta fyrir þig.“

„Í alvöru?“ spurði Bára hissa.

„Já, þú leggur bara inn á mig. Ég treysti þér.“

„Ég lifi í yndislegu samfélagi“

Bára segir í samtali við DV að hún sé enn í gleðivímu vegna atviksins. „Ég hef óbilandi trú á okkur mannfólkinu,“ segir hún.

Atvikið gladdi hana ekki aðeins vegna þess að maðurinn hjálpaði henni úr tímabundnum vandræðum og neyðarlegri stöðu heldur miklu fremur vegna þess að hún telur þetta vera til vitnis um gott hugarþel og náungakærleik í samfélaginu. Henni þykir líka gott að búa í samfélagi þar sem fólk sýnir hvert öðru svona mikið traust.

Maðurinn sem hjálpaði Báru heitir Tryggvi. Að sjálfsögðu er hún búin að greiða Tryggva skuldina. Hún segir:

„Ég mun ekki gleyma þessu atviki og með glöðu geði tek ég Tryggva mér til fyrirmyndar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“