fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Margrét Friðriksdóttir: „Ég er orðin svo hrædd“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er orðin svo hrædd um að þau muni klippa viðtalið í drasl, þess vegna ákveð ég að vekja aðeins athygli á þessu, fannst mjög lýsandi skoðanir spyrjandans á fákunnáttu Íslendinga í þessum málum, allir þykjast vita svo mikið en vita í raun ekki neitt,“ segir Margrét Friðriksdóttir sem ekki þarf lengur að kynna fyrir lesendum DV. Tilefnið er að fréttamiðill á vegum hljómsveitarinnar Hatari tók viðtal sjónvarpsviðtal við Margréti. Segir Margrét að það hafi komið sér mjög á óvart hvað spyrillinn var illa að sér í málefnum Mið-Austurlanda.

„Það kom henni t.d mjög á óvart að heyra það að Ísrael er ekki nema 2% af Mið-Austurlöndum, Arabar eiga restina eða 98%. Svo hafði hún aldrei heyrt um heiðursmorð eins og stunduð eru af öfga-múslimum á Gaza og ekki heyrt um að palestínskir hommar flýja í stórum stíl yfir til Ísrael til að bjarga lífi sínu. Því miður ná því ekki allir og eru myrtir á leiðinni af Hamas, yfirstjórn Palestínumanna,“

segir Margrét og hefur blendnar tilfinningar til viðtalsins. Hún segir:

„Gyðingahatrið ristir svo djúpt hjá mörgum að þetta fólk virðist blint af hatri, hatrið mun sigra þau í það minnsta ef það haldur áfram á sömu braut og kynnir sér ekki málin betur.“

Viðtalið verður sýnt dagana 1.-3. maí næstkomandi og Margrét vill vara við því að hugsanlega verði það klippt til á þann hátt að það endurspegli ekki hið eiginlega samtal. En hún hefur gaman af þessu máli. Eins og fram hefur komið deildi Margrét hart á framgöngu og málflutning Hatara fljótlega eftir að þeir höfðu kynnt framlag sitt í sjónvarpinu og kemur það til af því hún er mikill vinur Ísraels en Hatari er afar gagnrýninn á ísraelsk stjórnvöld. Hatari brugðust við með því að gefa út tilkynningu þess efnis að þeir hefðu ráðið Margréti sem kynningarfulltrúa sinn. Þetta var grín en ekki gera sér allir grein fyrir því – sérstaklega ekki erlendis. Margrét kunni vel að meta þetta grín Hatara og var það ef til vill upphafið að hlýrri straumum í samskiptum hennar og hljómsveitarinnar:

„Svo virðist margir hafa keypt þetta að hljómsveitin hafði ráðið mig, fékk send skilaboð frá erlendum vini sem var að óska mér itl hamingju með nýju vinnuna,“

segir Margrét og hlær.

Sem fyrr segir birtist viðtalið snemma í maí og verður án efa deilt í FB-hópnum Stjórnmálaspjallið og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda