fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Umbúðabruðl Nóa Siríus vekur upp reiði: „Þeir ættu að skammast sín!“

Fókus
Sunnudaginn 14. apríl 2019 09:30

Er þetta boðlegt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir páskana var ég búin að ákveða að þetta árið ætlaði ég að splæsa á mig Konfekteggi frá Nóa og Síríus. Gleðin jókst, þegar ég fékk með í kaupunum pakka af Rúbín Súkkulaði. Pakkinn var grunsamlega léttur, en þegar maður er á hlaupum, kemur fyrir að slík smáatriði vekja ekki athygli.“

Þetta skrifar kona, sem vill ekki láta nafn síns getið, inn í Facebook-hóp þar sem skipst er á ráðum til að endurvinna, hugsa betur um umhverfið. Með þessum pistli lætur hún fylgja nokkrar myndir af þeim miklu umbúðum sem fylgja nokkrum súkkulaðimolum frá Nóa Siríus.

„Aftan á pakkningunni tala framleiðendur um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Hér eru svo myndir af þessarri frábæru „gjöf“ af pappa utan um 6 súkkulaði,“ skrifar konan, sem gaf DV leyfi til að birta myndirnar.

Við þessa færslu hafa margir skrifað athugasemdir og eru þær á eina leið – uppfullar af hneykslun.

„Algjörlega steikt,“ skrifar einn meðlimur. „Þeir ættu að skammast sín!“ skrifar annar. „Það eru aldeilis umbúðir utan um ekki neitt,“ skrifar þriðji og sá fjórði einfaldlega: „Þetta er sorglegt.“

Hvað finnst lesendum DV – Er þetta boðlegt nú á tímum þar sem mikið er talað um loftslagsbreytingar og hvernig má sporna við þeim?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma