fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

10 ástæður sem sanna að Keanu Reeves er einn mesti snillingur heims

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Keanu Reeves er einhver magnaðasta mannvera sem sögur bera af. Þetta vita þó ekki allir. Í tilefni af því að ein af stórmyndum kappans, The Matrix, fagnar 20 ára afmæli sínu (og útlit mannsins er sama og óbreytt, en við komum að því…), er upplagt að renna aðeins yfir feril og ágæti þessa manns. En fleiri ástæður liggja þar að baki…

Á vefsíðunni Reddit hefur undirsíða vakið mikla athygli sem er helguð því hvað Keanu Reeves er frábær einstaklingur. Þessi vefur ber heitið „Keanu Being Awesome“ og þar deilir fólk sögum af leikaranum að fara á skjön við það sem fólk er orðið vant frá stórstjörnum eða frægu fólki almennt. Þessi síða hefur fleiri en 200 þúsund áskrifendur og fer hratt vaxandi hverju sinni.

 

Hann nennir engum glamúr

Keanu Reeves er ekki maður sem tilheyrir skemmtanabransanum til að safna glæsihýsum eða halda flottustu partíin. Hann býr í tiltölulega „venjulegu“ húsi og ferðast með almenningssamgöngum, svo dæmi séu nefnd.

Þetta er húsið hans.

Þó glæsilegt sé er þetta ekkert í líkingu við heimilið sem Laurence Fishburne, reglulegur mótleikari hans, býr í. Og hann er ekki einu sinni jafnmikil stórstjarna og Keanu karlinn.

 

Við finnum öll til með honum

Hann Keanu hefur misst ýmsa nákomna aðila og segist hafa notfært sér það til að styrkja sig. Það eru engin smáorð frá manni sem hefur misst besta vin sinn, maka og dóttur, svo dæmi séu nefnd. Til að varpa aðeins meira ljósi á þennan harmleik mannsins þá var hann miður sín þegar leikarinn River Phoenix lést af völdum ofneyslu. Þeir Phoenix voru bestu mátar í fjögur ár og voru sagðir vera óaðskiljanlegir.

Fimm árum eftir andlát besta vinar síns kynntist hann Jennifer Syme. Þetta var árið 2008 og urðu þau samstundis ástfangin, samkvæmt sögum. Ári síðar gekk hún með fyrsta barnið þeirra, en það var dóttirin Ava Archer Symes-Reeves sem fæddist andvana. Einu og hálfu ári seinna lést Jennifer í bílslysi, 28 ára gömul.

Reeves hefur sagt að í kjölfar þessara atburða hefur hann forðast alvarleg sambönd og barneignir. Leikarinn talaði um missi kærustu sinnar og dóttur í viðtali við tímaritið Parade árið 2006, en þar sagði hann: „Sorgin breytir okkur öllum en hverfur aldrei. Fólk hefur þær ranghugmyndir um að þú getir greitt úr sorgum þínum og sagt svo skilið við þau. Það er rangt. Þegar fólk sem þú elskar er horfið, þá ertu einn.“

Leikarinn þurfti einnig að glíma við það að vera við hlið systur sinnar, Kim, sem greindist með krabbamein. Tökum á Matrix-framhaldsmyndunum þurfti að fresta til að leikarinn gæti betur einbeitt sér að fjölskyldunni.

Hann er maður fólksins

Leikarinn vakti mikla athygli þegar hann og fleiri urðu strandaglópar á flugvelli í Bakersfield í Kaliforníu. Flug til Los Angeles frá San Francisco hafði lent í vélarbilun og þegar þurfti að nauðlenda var Reeves ekki lengi að smala saman hópi fólks. Þá var markmiðið að reyna að líta björtum augum á aðstæðurnar. Tafirnar voru farnar að slá upp í fjóra klukkutíma og reyndi leikarinn eftir allra bestu getu að viðhalda stemningu með léttu hópefli ásamt staðreyndum um Bakersfield.

 

View this post on Instagram

 

Hey everyone- There’s been a lot of attention about a recent story I posted about an “adventure“ on a minibus with one of the great humanitarians (and fav actors) of our time. I don’t have anything to add other than that all the passengers were incredibly kind and lovely people, including the folks who took care of us in Bakersfield, CA. Perhaps though, with all this attention we can do some good. In the spirit of what a generous person Mr. Reeves is here are a few charities that you might consider donating to (if you don’t already). If you do have copies of the video (news outlets:), please attach links to these charities alongside them. Maybe we do a little good. ? I posted links to charities in stories so you can easily click to each of these. ???? Song: It’s Such a Pretty World Today / Wynn Stewart #itssuchaprettyworldtoday www.sickkidsfoundation.com www.standuptocancer.org www.scorefund.org www.wildlifewaystation.org www.coachart.org/get-involved www.coachart.org www.stjude.org www.cityofhope.org/giving

A post shared by Brian Rea (@freebrianrea) on

 

Hann er einn af okkur

Leikarinn hefur engan áhuga á limmósínum eða einkabílstjórum. Hann ferðast yfirleitt með neðanjarðarlest og náðist einu sinni upptaka af góðmennsku leikarans, þegar hann ákvað að gefa sæti sitt til ókunnugs einstaklings.
Fólk sem hefur ferðast í fjölmennum neðanjarðarlestum vita að það er fjarri því að vera sjálfsagður hlutur. Hver segir svo að sjentilmennskan sé dauð?

 

Hann þarf ekki á miklum peningum að halda

Það hefur verið víða greint frá því að Keanu er oft reiðubúinn til þess að minnka launin sín, sérstaklega ef til stendur að semja við stærri mótleikara. Reeves gerði þetta t.d. við framleiðslu kvikmyndarinnar The Devil’s Advocate, en þar tók hann minni skerf til að tryggja að framleiðendur hefðu efni á stórleikaranum Al Pacino. Reeves gerði seinna það sama þegar kom upp sú hugmynd að leika á móti Gene Hackman í gamanmyndinni The Replacements. Til að kóróna þetta allt ákvað hann að gefa stóran hluta af launum sínum til brellumeistara Matrix-myndanna, enda voru þeir helstu stjörnur þeirra mynda.

 

Hann kann á sorgina

Eins og áður var gefið í skyn þá notar leikarinn sorgina sem hann hefur gengið í gegnum sem leið til að efla góðmennskuna í sér. Þetta hefur sýnt sig í ýmsum spakmælum frá manninum en á tíðum hafa papparassar og menn á förnum vegi smellt nokkrar ljósmyndir þar sem maðurinn er allt annað en glaðlyndur að sjá.

Ein stórvinsæl ljósmynd sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum var ljósmynd sem hlaut heitið „Sad Keanu“.

Keanu hefur sjálfur sagt að honum finnist þessi ljósmynd vera skondin og ekki síður allt grínið sem alnetið stóðst ekki mátið að móta úr henni.

Hér eru dæmi:

 

 

Músík, maður

Reeves spilar einnig annað slagið með hljómsveitinni Dogstar. Þetta gerir hann til að svala þorsta helsta áhugasviðs síns, en þennan eldmóð fékk hann eftir að hafa leikið í upprunalegu Bill & Ted kvikmyndinni.

Mannfýlan eldist ekki…

Maðurinn er kominn á sextugsaldurinn og eldist eins og rándýra sparivínið sem safnar ryki og bíður eftir rétta tilefninu. Það er hrein grimmd gegn mannkyninu hvað maðurinn ber aldurinn frábærlega og við viljum öll vita hvernig umræddur samningur við Kölska hefur farið fram…

 

Hann sækist í áhættuna

Leikarinn hefur verið ákaflega duglegur að sinna sínum eigin áhættuatriðum. Eins og kunnugt er í mörgum af hans myndum er mikið um bardagalistir og kúnstir. Hann Keanu telur það auka trúverðugleikagildi gefinna kvikmynda ef sést að hann sinnir flestum erfiðisvinnum. Það ætti að gera manninn ögn viðkunnanlegri og bætir það mögulega upp fyrir allar sögurnar um að hann sé ekki alltaf heimsins sterkasti leikari.

En talandi um það…

Hann gerir… mistök

Fátt er mannlegra en að gera mistök, þó þau gerist ítrekað. Í tilfelli Reeves hefur hann ekki alltaf fallið í kramið hjá fólki með hlutverkavali sínu. Alvarlegustu brotin eru sögð vera þau þegar hann setur upp framandi eða áhugaverðan hreim. Besta dæmið er líklegast hlutverk hans í hinni alræmdu Dracula eftir Francis Ford Coppola.

En til eru mörg dæmi um það þegar Reeves hefur verið talinn svo slæmur, að hann verður nánast samstundis að ómetanlegu fyrirbæri.

Þið megið endilega dæma sjálf út frá neðangreindum myndbrotum.

Það hnerrar meira að segja enginn eins og Keanu…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta