fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Gagnvirk danssýning fyrir börn

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. apríl frumsýnir Bíbí & Blaka verkið SPOR, gagnvirka dansýningu fyrir börn frá 5 ára aldri, í Menningarhúsi Gerðuberg.

 SPOR  er könnunarleiðangur þar sem leitað er að galdrinum sem felst i orkunni – kraftinum sem býr i öllu. Áhorfendum er  boðið í heim þar sem orkan er allstaðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Orkan í hafinu, á jörðinni, í geimnum og orkan í okkur sjálfum.

 Börnin munu fylgja dansandi óbeisluðum orkugjöfum auk þess að kanna undarlegt umhverfið á eigin vegum. Hvaða orka er það sem kviknar í myrkrinu? Erum við orkusugur eða gefum við jafn mikið og við þiggjum

SPOR er gagnvirk innsetning með lifandi flutningi dansara og blandar þannig saman dansi og myndlist. Innsetningin skiptist upp í fjögur rými sem endurspegla ólíka eiginleika náttúrunnar til að skapa ljós og orku í hafi, jörð og á himnum.

Danssenurnar gefa börnunum tækifæri til að sjá heimana á fjölbreyttan hátt, kynnir til leiks möguleikana sem að innsetningin býður upp á og leiðir börnin áfram á ferðalaginu.

Börnin fá að rannsaka heimana sjálfstætt og taka virkan þátt í upplifuninni. Leikmunir eru að einhverju leiti gagnvirkir og gefa frá sér hljóð og ljós við snertingu og þannig þróast og breytist umhverfið stöðugt á meðan á heimsókninni stendur.

Markmiðið er að börnin verði vitni að áhrifum orkunnar á lífverurnar sem flytjendurnir eru fulltrúar fyrir og fái að finna hvaða áhrif þessi orka hefur á þau.

SPOR er unnið í samstarfi við listamenn frá Noregi, Finnlandi, Grænlandi og Færeyjum og mun ferðast og þróast áfram í Grænlandi og Færeyjum.

Verkið er unnið í samstarfi við NAPA og  styrkt af Mennta- og menningarmálarráðuneytinu – Leiklistarráði, Listamannalaunum, Nordic Culture Fund og Reykjavíkurborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf