fbpx
Föstudagur 24.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gillz fær hrós úr óvæntri átt: „Mér fannst þetta gott svar hjá kauða!“

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2019 13:30

„ÁMINNING! Styttist í sundlaugarbakkann.“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing úr herbúðum einkaþjálfarans Egils „Gillz“ Einarssonar fór í óvænta dreifingu í gær. Í auglýsingunni sést fáklæddur Gillz í sólarlöndum og yfirskriftin er:

„ÁMINNING! Styttist í sundlaugarbakkann.“

Kona að nafni Anna Ragnarsdóttir sér sig knúna til að skrifa athugasemd við auglýsinguna á Facebook, á gamansömum nótum þó.

„Fer sundlaugarbakkinn ef maður er enn með fellingar og mjúkan malla?“ skrifar Anna. Þá svarar Gillz:

„Búinn að rannsaka það. Ég var á sundlaugarbakkanum á Benidorm 2012 með fellingar og mjúkan kvið. Sundlaugarbakkinn fór ekki fet. (Staðfest).“

Hér er auglýsingin umrædda.

Skjáskotum af auglýsingunni og samskiptum Önnu og Gillz var deilt inni í Facebook-hópnum Jákvæð líkamsímynd í gær. Manneskjan sem deildi þótti athugasemdir Önnu mjög góðar. Þeir sem skrifa athugasemdir við innleggið eru einnig á því að Gillz hafi tæklað þetta nokkuð vel.

„Mér finnst svar Gillz bara nokkuð flott. Eða er ég að miskilja?“ skrifar einn meðlimur. „Alveg ágætt svar en ótrúlega asnaleg auglýsing til að byrja með,“ skrifar annar. Enn annar meðlimur tekur í sama streng og finnst auglýsingin ekki upp á marga fiska. „Mér finnst hann nú svara jafn vel og sýna sjálfur það skipti ekki nokkru máli þrátt fyrir þessa auglýsingu.“

„Gillz flottur í svörum,“ skrifar svo enn annar meðlimur, þar til Anna sjálf mætir í þráðinn með þetta innlegg:

„Mér fannst þetta gott svar hjá kauða! Bjóst við því að hann myndi nú ekki svara eða þá bjóða mér farþjálfun. Og hlakka til að hlamma mér á sundlaugarbakkan með minn mömmumaga og fellingar.“

Samskipti Gillz og Önnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“

Baltasar óþekkjanlegur: „Þegar fólk sér mann þá kviknar einhver áhugi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“

Blaðamaður Jerusalem Post gerir stólpagrín að Hatara: „Ísland hefði átt að vinna Eurovision [Háðsádeila]“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár

Páll Óskar kemur fram á Eistnaflugi í ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng

Tannlæknir heldur tónleika – Minnkar lætin í tannlæknabornum með söng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“

„Við vorum ekki búnir undir frægðina“