fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Roseanne hjólar í MeToo-byltinguna – „Ég þekki hórur þegar ég sé þær“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 4. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikkonan Roseanne Barr er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum en hún ræddi #MeToo byltinguna á dögunum í spjallþætti Candace Owens. Hvorki Roseanne né Candace eru ánægðar með þessa hreyfingu og ræddu um ýmsar konur sem ásökuðu meðal annars kvikmyndaframleiðandann alræmda, Harvey Weinstein, um kynferðisbrot, og telja að þær hafi stýrt frásögnum sínum til að líta frekar út eins og fórnarlömb, en hafi ekki verið jafn saklausar og fólk heldur.

Í þættinum segir Roseanne að margar konurnar hafi verið fullmeðvitaðar um að þær voru að bjóða fram kynferðislega greiða í skiptum fyrir peninga eða atvinnu. „Sumar þeirra voru þarna staddar á hótelherbergi um miðja nótt vegna þess að þær héldu að þær fengju vinnu fyrir fimmtán árum síðan,“ segir Barr, „En ef þú hleypur ekki út úr herberginu strax og segir: „Afsakið, þú gerir ekki svona við mig“ og lætur þig hverfa, þá ertu einfaldlega bara hóra og ég þekki hórur þegar ég sé þær.“

Roseanne vakti mikla athygli í fyrrasumar þegar hún birti færslu á Twitter-aðgangi sínum sem þótti sýna mikla kynþáttafordóma í garð Valerie Jarret, fyrrum aðstoðarkonu Baracks Obama. Í kjölfar umtalsins ákvað sjónvarpsstöðin ABC að hætta framleiðslu þáttanna Roseanne, sem voru endurvaktir veturinn 2017. Roseanne, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trumps, sá að sér vegna færslunnar, en það dugði ekki til að sjónvarpsstöðin afturkallaði þá ákvörðun að aflýsa framleiðslu þáttanna.

Leikkonan hefur ekki mikið tjáð sig um fjaðrafokið sem hún skapaði en segir við Owens að hún hafi fengið alvarlegt taugaáfall í kjölfar þessa tísts. „Ég gat ekki staðið, ég gat ekki talað, ég fór ekki úr rúminu mínu í marga daga,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar