fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
Fókus

Frægir og flúrið sem þá prýðir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. febrúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fimmtungur Íslendinga er með húðflúr samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, um 24% kvenna og 17% karla. Húðflúr er algengast hjá fólki á milli þrítugs og fertugs. Að meðaltali er fólk með um þrjú húðflúr. Þá geta um 87% þeirra vel hugsað sér að fá sér fleiri.

Flúrið eru jafn fjölbreytt og einstaklingarnir sem það prýðir; persónulegt, fyndið, fáránlegt, fengið í gríni og allt þar á milli. Fræga fólkið er með húðflúr, eins og við hin, og margir þeirra með mörg.

Sumir velja að flúra áhugamálið á sig. Eggert Skúlason, sjónvarpsmaður og fyrrverandi ritstjóri DV, fékk son sinn, flúrlistamanninn Hafþór Eggertsson, til þess að flúra á sig heiti sjónvarpsþátta sinna. „Eitt skemmtilegasta ár sem ég hef átt lengi,“ sagði sjónvarpsmaðurinn.


Bubbi Morthens tónlistarmaður er í sama gír, en hann er annálaður veiðiáhugamaður og hefur meðal annars gefið út bækurnar Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð, Djúpríkið og Áin. Því er vel við hæfi að flúra sportið á sig. Það eru þó fleiri flúr sem Bubbi skartar, eins og sönnum rokkkonungi sæmir.


Aðrir slá flúrinu upp í grín og setja á sig skemmtilegt flúr sem oft er bara valið spontant. Sverrir Þór Sverrisson gamanleikari, sem er best þekktur sem Sveppi, skartar slíku flúri, teikningu Hugleiks Dagssonar.


Ellý Ármannsdóttir athafnakona lét flúra á sig nafn síns fyrrverandi og iðraðist þess er þau skildu skiptum. Í kjölfarið velti hún fyrir sér hvort hún ætti að fjarlægja það með leiser eða hylja það með öðru flúri. Ellý skartar í dag vængjum sem tákni um frelsi hennar frá erfiðu tímabili.

„Vængbrotin verið hef og er enn, helvítis hamingjan yfirgaf mig en ég veit hún mig uppi leitar. Langar mest að fljúga úr aðstæðum burt daglega en það er ekki í boði vængjalaus, týnda vænginn minn vinstri fæ loksins á mig varanlega húðflúraðan næstu helgi ef lukka leyfir,“ skrifaði Ellý á Instagram þegar hún fékk sér vængina.

Ellý er líklega hvergi nærri hætt að skreyta líkama sinn með flúri því í vikunni flúraði hún sjálf á sig nýjasta flúrið, tvö hjörtu.


Rapparinn Emmsjé Gauti er þakinn húðflúri og hann lét eldri dóttur sína ráða nýjasta flúrinu sem er bleikur og fjólublár einhyrningur. „Elska þessa liti,“ segir Emmsjé Gauti hæstánægður með flúrið.


Söngkonan Svala Björgvins er með mörg húðflúr, bæði á handleggjum og bringunni. Falleg og listræn flúr eins og söngkonan sjálf.


Rapparinn Herra Hnetusmjör er þakinn flúri í bak og fyrir, þar á meðal er Kóp Boi, óður til mömmu, peningabúnt og spil. Á bakinu er hann prýddur Æðruleysisbæninni.


Húðflúrmeistarinn Fjölnir Geir Bragason hefur flúrað fjölmarga Íslendinga, en hann á að baki áratugi í bransanum. Sjálfur er hann vel skreyttur flúri, ímynd karl- og flúrmennskunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta

Fór að heiman sem sveitastrákur – Sneri til baka sem glamúrfyrirsæta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi

Boðið upp á ódýra borgara í rándýru Beckham-brúðkaupi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni

Fjölmiðlakonan Björg Magnúsdóttir á von á sínu fyrsta barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“

Kate Moss segir Depp aldrei hafa hrint henni niður stiga – „Hann kom hlaupandi til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp

Æsifréttamiðill reynir að hindra vitnisburð í máli Heard og Depp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum

Eign dagsins – Hátt til lofts í „glæsilegri penthouse íbúð“ á Reykjanesi og heitur pottur á svölunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband

Ógnvekjandi innbrot ástæðan fyrir því að áhrifavaldar flúðu 359 milljón króna húsið sitt – Myndband