fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Mandy Moore sakar fyrrverandi eiginmanninn um ofbeldi: Sjö konur stíga fram

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:30

Mandy og Ryan þegar að allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Mandy Moore er ein af sjö konum sem stíga fram í umfjöllun New York Times og saka tónlistarmanninn Ryan Adams um ofbeldi og kynferðislegt áreiti. Mandy, sem hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum This Is Us, var gift Ryan í sex ár og sótti um skilnað árið 2015.

„Tónlist var alltaf stjórntæki hans,“ segir Mandy, sem kynntist Ryan á viðkvæmum punkti í sínu lífi þegar hún var að reyna að færa sig úr ungstjörnuhlutverkinu í listamann sem fólk myndi taka alvarlega. „Hann sagði alltaf við mig: Þú ert ekki alvöru tónlistarmaður því þú spilar ekki á hljóðfæri,“ bætir hún við.

Leik- og söngkonan segir að Ryan hafi aldrei gert það sem hann lofaði – að taka upp lögin hennar. Þvert á móti hafi hann tekið tíma í hljóðverinu sem var eyrnamerktur Mandy og gefið öðrum tónlistarkonum hann.

„Þessi stjórnsama hegðun lokaði loks á það að ég gæti myndað ný tengsl í bransanum á mikilvægum, og hugsanlega arðbærum, tíma,“ segir Mandy.

„Ef fólk vissi þetta myndi það segja að ég væri eins og R. Kelley,“

Önnur kona í umfjölluninni er kölluð Ava en hún segist hafa átt í sambandi við tónlistarmanninn þegar hún var nýorðin sextán ára en hann fertugur. Hún segir að Ryan hafi sent henni ýmis klámfengin skilaboð og beðið hana um myndir.

„Ef fólk vissi þetta myndi það segja að ég væri eins og R. Kelley,“ á Ryan að hafa skrifað í einum skilaboðum, með vísan í tónlistarmanninn R. Kelly sem er sakaður um kynferðislegt samræði við fjölda stúlkna undir lögaldri.

Phoebe Bridgers.

Þá sakar tónlistarkonan Phoebe Bridgers tónlistarmanninn einnig um andlegt ofbeldi og lýsir því hvernig hann hafi viljað vita hvar hún væri öllum stundum þegar þau voru ekki saman. Á Ryan að hafa hótað að drepa sig ef hún svaraði ekki strax.

„Ég er ekki fullkominn maður“

Ryan þvertekur fyrir fullyrðingar kvennanna og segist ávallt hafa stutt Mandy, fyrrverandi eiginkonu sína, í tónlistinni. Hann biðst einnig afsökunar ef hann hefur skaðað einhvern með framkomu sinni.

„Ég er ekki fullkominn maður og ég hef gert mistök. Ég bið þá sem ég hef óviljandi sært innilega og algerlega afsökunar,“ segir tónlistarmaðurinn í fréttatilkynningu sem birt er á vef Us Weekly.

„En myndin sem greinin málar er ónákvæm og kemur mér í uppnám,“ segir Ryan. „Sumt er rangtúlkað, sumt er ýkt, sumt er beinlínis rangt. Ég myndi aldrei eiga í óviðeigandi samskiptum við einhvern sem ég teldi vera undir lögaldri,“ bætir Ryan við, með vísan í frásögn Övu.

„Sem manneskja sem reynir alltaf að breiða út gleði í gegnum tónlist og líf mitt verð ég mjög dapur þegar ég heyri af fólki sem telur að ég hafi valdið því sársauka. Ég er staðráðinn í því að vinna í því að vera besta útgáfan af sjálfum mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur

Glamúrfyrirsætur berjast – Illa vegið að Öldu Coco – Ætlar ekki að kaupa sér sigur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“

Dóra Júlía var blankur nemi fyrir fjórum árum – Nú á hún Prada tösku: „Ég er ung og hef fengið réttu tækifærin á réttum tíma“