fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fókus

Séra Helgi játaði kynferðisbrot gegn Ingvari og tveimur öðrum – „Var aldrei reiður sjálfum mér eða kirkjunni, heldur eingöngu Helga“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 2. september 2018 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 játaði Helgi Hróbjartsson, prestur og trúboði, fyrir fagráði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum 25 árum áður. Brot Helga fólust annars vegar í kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í kynferðislegri áreitni. Ingvar Valgeirsson er einn þeirra manna sem kærðu Helga og segist Ingvar ávallt hafa vonað að hann væri eina fórnarlamb Helga, en tíminn hafi leitt í ljós að drengirnir sem Helgi leitaði á voru mun fleiri. Ingvar segist vera gríðarlega heppinn að ekki hafi farið verr í hans tilviki.

Þetta er brot úr stærra viðtali í DV sem kom út föstudaginn 31. ágúst.

Ljósmynd: DV/Hanna

„Var aldrei reiður sjálfum mér eða kirkjunni, heldur eingöngu Helga“

Ingvar hitti Helga ekki mikið eftir að hann leitaði á hann. Helgi kom eitthvað í KFUM eftir það, en rambaði síðan mörgum árum seinna inn í búðina til Ingvars. „Furðulegt nokk þá var hann í íbúð í næsta húsi. Við töluðum saman í anddyrinu þar, samtalið var voðalega stirt og ég var að vonast til að Helgi myndi biðja mig afsökunar, sem hann gerði ekki og ég fór bara.“

Ingvar segir að ekki hafi komið til greina að hætta í KFUM eftir að Helgi áreitti hann og hann hafi aldrei orðið reiður kirkjunni heldur einungis Helga. „Það hefur áhrif á mann að lenda í svona 14 ára gamall og ég var gríðarlega heppinn að ekki fór verr. Hjá einhverjum fórnarlamba Helga voru brotin ítrekuð og krakkar sem lenda í svona misnotkun lenda oft í sjálfsásökun. Sem betur fer lenti ég ekki í henni, ég vissi allan tímann að ég gerði ekkert rangt. Ég var ekki reiður út í mig, ekki kirkjuna eða Guð, en ég var mjög reiður og sár út í Helga. Að hann skyldi svona greinilega vísvitandi byggja upp samband og traust og reyna að ávinna sér traust fólks til þess eins að misnota það á versta mögulegan hátt. Og með þessu var hann að skemma líf barna, hann var að skemma svo margt, hann var að misnota starf sitt sem trúboði og prestur, hann var að særa fólk og ég get ekki ímyndað mér hvað fjölskylda hans hefur gengið í gegnum, þetta hlýtur að vera hræðilegt fyrir þau líka.

Ég man ekki eftir mörgum fullorðnum sem hann gat ekki spilað inn á, en einhverjir krakkar sáu í gegnum hann og ég man að mér fannst það svo leiðinlegt áður en ég komst að því hvaða mann hann hafði að geyma. Mér fannst það stórfurðulegt að þau skildu ekki sjá hvað þetta var merkilegur maður. Svo þegar ég komst að því hvaða mann hann hafði að geyma sá ég að þau sáu hlutina bara betur en ég. Sumir lesa fólk bara betur en aðrir.

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi

Sorgmæddur köttur tekur Internetið með trompi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram : „Hvað er skemmtilegra en að djamma með öllum sem þú dýrkar?“

Vikan á Instagram : „Hvað er skemmtilegra en að djamma með öllum sem þú dýrkar?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands

Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 1 viku

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig

Svafar var 17 ára sannfærður um að samfélaginu væri að öllu leyti sama um sig
Fókus
Fyrir 1 viku

Stjörnuparið setur „snubbuíbúð“ á sölu – Fallegt útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur

Stjörnuparið setur „snubbuíbúð“ á sölu – Fallegt útsýni yfir miðbæ Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 1 viku

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“