fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þekktasti frasi Íslendinga hluti af orði vikunnar hjá MIT

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 4. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfufélag MIT var í júlí með fastan lið hjá sér, Orð vikunnar (Word of the Week), þar sem birt voru orð úr bók Tim Lomas, Translating happiness. Í bókinni skoðar hann 400 orð úr 80 tungumálum og skilgreinir þrjá grunnþætti í líðan fólks: tilfinningar, sambönd og persónulega þróun.

Og hvað er betra en að enda þennan fasta lið hjá MIT með íslenska frasanum Þetta reddast, sem við Íslendingar notum óspart hvenær sem við á, hvort sem það er í vinnu, einkalífinu, fjármálum eða samböndum.

MIT segir svo á Facebooksíðu sinni: „This time we learn from Icelands optimism (Í dag lærum við af bjartsýni Íslendinga). Þetta reddast. Icelandic / phrase / ˈθæ.tæ ˈrɛtːast / tha-ta-reh-dst. ‘It will all work out ok’ (used especially when things don’t look overly optimistic).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af