Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Fókus

Dóttir Kristínar lést langt fyrir aldur fram – Upplifði fordóma annarra hjá sjálfri sér

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 25 ungmenni hafa látist í ár vegna eiturlyfjaneyslu samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, neyslumynstur ungmenna er að breytast og auðvelt er fyrir ungmenni að ná sér í lyf og fíkniefni í gegnum samfélagsmiðla og snjallsíma. Staðalímyndin um hinn dæmigerða fíkniefnaneytanda er líka breytt, auk þess sem leitarbeiðnir og nauðungarvistun barna og unglinga í vanda er að aukast.

Blaðamaður DV ræddi við mæður barna sem fallin eru frá langt fyrir aldur fram vegna neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum, móður ungs manns sem fannst látinn eftir að hafa verið neitað um hjálp á geðdeild, bróður ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir langvarandi neyslu, og Guðmund Fylkisson lögreglumann sem finnur „Týndu börnin“ og færir þau heim.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í DV.

Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir 08.03.1998–02.06.2015 „Ingibjörg Melkorka var tekin frá okkur á hrikalegan og ógnvekjandi hátt sem erfitt er að átta sig á. Hún var manneskja sem hefur skilið eftir djúp spor í sálu þeirra sem þekktu hana og mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ingibjörg fór alla tíð sínar eigin leiðir og hafði sérstaka sýn á heiminn. Það var alltaf sterkt í henni listamaðurinn, bókaormurinn, dýravinurinn og spekingurinn. Við þökkum fyrir þessa kosti hennar því hún skilur eftir sig bæði ljóð og myndir sem sem færa okkur nær henni.“ Úr minningargrein systra Ingibjargar.

Upplifði fordóma annarra hjá sjálfri sér

„Þegar dóttir mín lést þá var hún fyrsti einstaklingurinn í stórfjölskyldunni sem prófaði fíkniefni og ég fann hjá sjálfri mér þvílíka fordóma gagnvart því og varð hrædd um að umræðan yrði að hún væri bara enn einn dauður dópisti, ég held að fordómar mínir pínulítið endurspegli fordóma annarra,“ segir Kristín Frímannsdóttir, móðir Ingibjargar Melkorku Ásgeirsdóttur, sem lést sautján ára gömul, eftir að hafa prófað fíkniefni í fyrsta sinn.

Kristín segir dóttur sína hafa átt erfitt uppdráttar í skóla, hún varð fyrir einelti meðal annars vegna sérstakra áhugamála. Hún var ein af þeim sem pössuðu ekki inn í skólakerfið, en afburðanemandi í því sem hún hafði áhuga á. „Hún var heilluð af göldrum og öllu dulrænu og það stuðaði einhverja krakka í kringum hana sem skildu þetta ekki. Hún skipti um skóla og eignaðist nýja vini þar og ég vil meina að líf hennar hafi snarbatnað við það, en hún var brennd af fyrri reynslu. Hún mætti oft engum skilningi á því hvernig hún var, hún var afburðanemandi en fékk aldrei að njóta sín sem slíkur.“

Ingibjörg lést þegar hún var að klára fyrsta árið í menntaskóla, hún var til í að prófa að storka lífinu og dauðanum að sögn móður hennar, sem telur það vera ástæðu þess að dóttir hennar ákvað að prófa fíkniefni. „Hún var búin að missa aðeins virðinguna fyrir sjálfri sér og vildi taka sénsinn.“

Kvöldið sem Ingibjörg lést fór hún út, keypti e-töflur og lést eftir að hafa innbyrt eina og hálfa e-töflu. Hún er sá Íslendingur sem hefur dáið með minnst efni í blóðinu. „Maður man það sem unglingur að maður hafði þörf fyrir að prófa. Að sumu leyti er þetta kannski unglingafikt og þessi bjargfasta trú að það komi ekkert fyrir mig,“ segir Kristín, sem telur að koma þurfi fræðslu inn í skólana, en einnig til foreldra um hversu alvarleg neysla fíkniefna er.

„Við sem eigum börnin verðum að vera meðvituð um heiminn sem þau eru í svo við getum frætt þau verndað og varið, við trúum stundum ekki hvað er í gangi hjá þeim.“

Aðstandendur ungmennanna sem fallið hafa frá langt fyrir aldur fram hafa valið að koma fram með myndir og sögur ástvina sinna, til að sýna að þau eru ekki bara tölur á blaði, heldur ungt og fallegt fólk sem var elskað af fjölskyldu og vinum. Mörg þeirra leituðu sér hjálpar sem ekki var í boði, sum eiga neyslusögu að baki meðan önnur fiktuðu bara einu sinni. Margir eiga um sárt að binda eftir andlát þeirra, en vilja eigi að síður koma fram opinberlega til að standa saman með öðrum aðstandendum, opna umræðuna og halda henni vakandi og knýja á um breytingar í fræðslu, forvörnum og meðferðarúrræðum.

Sjá einnig:  Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki svipt sig lífi.

Sjá einnig: Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi.

Sjá einnig: Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hvernig þekkjum við Íslendinga í útlöndum? – „Hávært gasprið og fötin er eitthvað sem ég tek eftir“

Hvernig þekkjum við Íslendinga í útlöndum? – „Hávært gasprið og fötin er eitthvað sem ég tek eftir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu viðtal við fimmtán ára Hildi: „Ég vil að stelpur séu þær sjálfar“

Sjáðu viðtal við fimmtán ára Hildi: „Ég vil að stelpur séu þær sjálfar“