fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Eyddi 23 milljónum í kókaín á þremur árum: Vaknaði í grímubúning og kúkaði á sig í flugvél

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 14:27

Justin á hátindi ferilsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Justin Hawkins, forsöngvari hljómsveitarinnar The Darkness, segir í samtali við The Sun að hann hafi eytt 150 þúsund pundum, eða rúmlega 23 milljónum króna, á hátindi ferilsins.

The Darkness var uppá sitt besta á árunum 2003 til 2005 og er þekktasta lag þeirra án efa I Believe in a Thing Called Love. Justin segir að hljómsveitin hafi til að mynda þénað eina milljón punda á einum mánuði þegar þeir gáfu út jólalagið Christmas Time (Don‘t Let the Bells End). Peningurinn kláraðist þó fljótt þar sem Justin eyddi sínum hluta í eiturlyf.

Hann segir að hann hafi náð botninum þegar hann vaknaði í flugvél á fyrsta farrými, klæddur í grímubúning og búinn að kúka á sig. Fíknivandamálið hans hafði gríðarlega slæm áhrif á hljómsveitina og talaði Justin til dæmis ekki við bróður sinn Dan, gítarleikara The Darkness, í tvö ár. Justin ákvað loks að taka sér taki og fór í mánaðarlanga meðferð í Roehampton í suðvestur London. Í samtali við Independent segir Justin að fíknin hafi breytt honum í skrímsli.

„Ég varð þögull, hverflyndur og orðljótur. Virkilega ógeðfelld manneskja. Það eru fullt af stundum sem ég man ekki eftir.“

The Darkness lagði upp laupana árið 2006 en kom aftur saman árið 2015. Justin er nú edrú og býr í Sviss með eiginkonu sinni og dóttur. Hann lifir hins vegar engu lúxuslífi þar sem hann eyddi öllum sínum frægðarfjár í eiturlyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“