fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Forsætisráðherra veitti BASALT ARKITEKTUM Hönnunarverðlaun Íslands 2018

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnunarverðlaun Íslands voru veitt í fimmta sinn á föstudagskvöld. Verðlaunaafhendingin fór fram fyrir fullu húsi við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum en forsætisráðherra Íslands Katrín Jakobsdóttir, afhenti verðlaunin.

Hönnunarverðlaun Íslands eru þýðingarmikil fyrir íslenskt samfélag. Þótt vægi hönnunar í menningu okkar, samfélagi og viðskiptalífi sé að aukast er mikilvægt að vekja athygli og dýpka skilning á gildi góðrar hönnunar og einnig gildi hönnunar og skapandi hugsunar þvert á atvinnugreinar.

Basalt arkitektar hlutu Hönnunarverðlaun Íslands 2018 fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu en þeir hafa lagt ríkulega til þróunar baðstaða og baðmenningar á Íslandi. Nýjustu dæmin eru The Retreat við Bláa lónið í samstarfi við Design Group Italia og GeoSea sjóböðin á Húsavík.

„Basalt arkitektar hafa einstakt lag á að tvinna mannvirki saman við náttúruna og hafa sýnt gott fordæmi þegar kemur að hönnun baðstaða. Byggingarlistin er í hæsta gæðaflokki þar sem hvert smáatriði er úthugsað og rými eru hönnuð af virðingu og látleysi. Arkitektúrinn skapar ramma fyrir einstaka upplifun gesta í stórbrotinni náttúru landsins,” segir í umsögn dómnefndar.

Mynd: Magnus Elvar Jonsson

 

Lava Centre á Hvolsvelli hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2018, en til sýningarinnar voru ráðnir framúrskarandi hönnuðir á sviði margmiðlunar hjá fyrirtækinu Gagarín og Basalt arkitektar sem hönnuðu sýninguna í nánu samstarfi en Basalt arkitektar hönnuðu einnig bygginguna sem hýsir sýninguna. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins veitti Bárði Erni Gunnarssyni einum eigenda Lava Centre viðurkenninguna.

Viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun er veitt fyrirtæki sem hefur haft hönnun og arkitektúr að leiðarljósi alla tíð í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni.

„Lava Centre er dæmi um fjárfestingu í ferðaþjónustu sem framkvæmd er af stórhug og fagmennsku. Lava centre nýtir aðferðafræði hönnunar til að útskýra á grípandi hátt sum þeirra margbrotnu og stórfenglegu náttúruafla sem hafa mótað jörðina og hófu myndun Íslands fyrir tugmilljónum ára. Unnið var með færustu hönnuðum á sviði margmiðlunar hjá fyrirtækinu Gagarín og Basalt arkitektar hönnuðu bygginguna sem hýsir sýninguna. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér,” segir í umsögn dómnefndar.

Auk verðlaunahafa voru tilnefnd þrjú önnur verkefni, heildarútlit bóka í áskrift fyrir Angústúru forlag sem grafísku hönnuðirnir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu, Catch of the Day, verkefni Björns Steinars Blumenstein og Norðurbakki, hannaður af PKdM arkitektum í samstarfi við Teiknistofuna Storð.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Íslandsstofu.

Einkenni Hönnunarverðlaunanna er hannað af þeim Elsu Jónsdóttur og Birni Loka í stúdíó Krot og Krass í samvinnu við Kristínu Maríu Sigþórsdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”

María og Ingileif opna sig: „Mælikvarðinn á það að vera gott foreldri snýst ekki um að það séu bæði karl og kona á heimilinu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna

Ingileif og María vilja útrýma fordómum gegn samkynhneigðum foreldrum – Ræða opinskátt um meðgönguna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi

Jóhann hefur myndað akstursíþróttir í áratugi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægir Íslendingar á fermingardaginn

Frægir Íslendingar á fermingardaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“

Segir hjónabandið við Michael Jackson hafa verið blekkingu: „Ég var sú sem sagði við hann: „Ég skal eignast börnin þín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?

Fókus býður í bíó – Þorir þú á eina umtöluðustu hrollvekju ársins?