fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Breaking Bad kvikmynd verður að veruleika

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Cranston hefur staðfest að Breaking Bad kvikmynd verður að veruleika, en hann er ekki viss um hvort að Walter White verði í henni.

Það er áratugur síðan sjónvarpsþættirnir Breaking bad hófu göngu sína, en þáttaraðirnar urðu alls fimm og hættu þættirnir í sýningu árið 2013.

Þáttaröðin hefur haldið vinsældum, og öðlast nýja aðdáendur, þökk sé streymisveitum eins og Netflix, og „spin-off“ þáttaröðin Better Call Saul hefur einnig hjálpað til.

Vince Gilligan, aðalframleiðandi og handritshöfundur þáttanna vinnur að því að endurvekja þá í formi 2 klst. langrar kvikmyndar, en ekki hefur verið staðfest hvort hún verði sýnd í kvikmyndahúsum eða aðeins í sjónvarpi.

Það er The Hollywood Reporter, sem sagði fyrst frá þessum gleðifréttum, en myndin mun gerast í sama veruleika og þættirnir og mun að öllum líkindum fókusa á mann sem rænt er og hvernig hann nær að losa sig úr prísundinni.

Ekki er ljóst hvort að stjarna þáttanna, Bryan Cranston, mun verða í kvikmyndinni og ljóst er að leikarinn veit það ekki sjálfur (enn þá allavega).

„Já. Það er verið að vinna að kvikmynd, en ég hef ekki lesið handritið. Ég hef ekki fengið handritið, ekki lesið það, þannig að það er spurning hvort við munum sjá Walter White í kvikmyndinni.“

Þrátt fyrir að vita ekkert um þetta, virðist sem Cranston sé spenntur fyrir þessu öllu saman, líkt og sjá má í neðangreindu viðtali.

Eins og þar kemur fram er Cranston algjörlega til í að endurtaka hlutverk sitt. Aaron Paul mun endurtaka sitt hlutverk sem Jesse Pinkman, sem gefur jafnvel til kynna að hann sé maðurinn sem rænt er vegna fyrri glæpa hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum

18 ára íslenskur drengur skotinn til bana í skotgröfum
Fyrir 2 dögum

KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða

KGB vildi eyðileggja leiðtogafundinn í Höfða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“

Ísraelskar konur halda vart vatni yfir Matthíasi: „Hættu að vera svona sætur og heitur á sama tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“

Leoncie segir Jimmy Fallon hafa boðið sér í þáttinn – Vildi sex stafa tölu fyrir: „Ég er ekki ódýr“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi

Kristín í hópi með Rachel Weisz og Daniel Craig: Barnsfæðing og frumsýning í fullum undirbúningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt ekki að senda skilaboð á fyrrverandi: „Sögurnar segja að þú hafir gefið mér klamidíu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Axel er maðurinn sem lætur þig líta vel út á samfélagsmiðlum – Meira að segja á Tinder: „Maður þarf að hjálpa öllum“

Axel er maðurinn sem lætur þig líta vel út á samfélagsmiðlum – Meira að segja á Tinder: „Maður þarf að hjálpa öllum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriksdóttir: „Ég er orðin svo hrædd“

Margrét Friðriksdóttir: „Ég er orðin svo hrædd“