fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

EurovisionSjá allar

Fókus

Páll Óskar hefur verið ástfanginn fjórum sinnum – „Hommalíf hér á Íslandi er eins og blanda af fiskabúri og skókassa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 14:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson er einn ástsælasti og afkastamesti söngvari þjóðarinnar. Hann leikur og syngur í Rocky Horror í Borgarleikhúsinu og er að undirbúa jólatörnina, bæði eigin tónleika og síðan er hann gestasöngvari á fleiri.

Páll Óskar er áttundi gestur Einkalífsins á Vísi, en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

„Ég hef orðið yfir mig ástfanginn fjórum sinnum í lífinu og það gekk aldrei upp,“ segir Páll Óskar í þættinum og segist síðast hafa verið skotinn fyrir tíu árum síðan og það hafi verið fyrsta heilbrigða sambandið.

„Málið er að ég get ekki boðið sjálfum mér upp á það að vera skotinn í einhverjum sem er annaðhvort líkamlega eða andlega óaðgengilegur. Ég get ekki og nenni ekki að reyna byrja í einhverju sambandi við einhvern sem býr í Kaliforníu. Hann er ekki líkamlega aðgengilegur. Þá víkur sögunni hingað heim á frón. Hommalíf hér á Íslandi er eins og blanda af fiskabúri og skókassa. Yndislegir strákar en við erum alveg svakalega fáir,“ segir Páll sem nefndir til sögunnar Facebook-hópinn Hommaspjallið en þar eru aðeins samkynhneigðir íslenskir karlmenn sem eru komnir út úr skápnum.

Í þættinum ræðir Palli einnig um söngleikinn Rocky Horror, um það hvernig venjulegur dagur er í hans lífi, um einstakt samstarf hans og Moniku, um Eurovision og margt fleira.

Viðtalið við Pál Óskar má hlusta á í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu

Setja upp bekk á Hornströndum til minningar um Solveigu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“

Úlfar býr ávallt til Eurovision-drykkjuleik: „Drekktu sopa ef Gísli Marteinn er fyndinn eða óviðeigandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran

Yfirheyrslan – Eva Laufey Kjaran
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“

Sprenging í sölu á BDSM klæðnaði – Hálsólar og svipur rjúka út: „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“

Netverjar æfir yfir nýjum Batman – „Best geymdur í vampíru- og stelpumyndum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles

Hlustaðu á glænýjan smell Svölu – Draumkennt popplag samið á Íslandi og Í Los Angeles