fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Glódís Edda og Sindri Freyr í úrslitum á Ítalíu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. október 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fór fram European Festival of Sprint Under 16 í Rieti á Ítalíu. Ítalska frjálsíþróttasambandið bauð stúlku og dreng frá hverju Evrópulandi á mótið til að taka þátt í sprettviðburði U16 til þess að vekja athygli á því að EM U18 mun fara fram í Rieti árið 2020.

Sindri Freyr Seim Sigurðsson og Glódís Edda Þuríðardóttir kepptu fyrir hönd Íslands í 80 metra spretthlaupi. Í gær fóru fram undanrásir þar sem þau náðu bæði góðum árangri og komust áfram í úrslit. Sindri Freyr hljóp á 9,74 sekúndum í 0,9 m/s mótvind. Það er persónuleg bæting hjá Sindra Frey og þriðji besti tími 15 ára drengs frá upphafi. Glódís Edda hljóp á 10,51 sekúndum í 1,0 m/s mótvind sem er góður árangur og sjötti besti árangur 15 ára stúlku, en Glódís Edda á nú þegar annan besta árangur á afrekaskrá.

Í morgun fór úrslitahlaupið fram. Glódís Edda hljóp á tímanum 10,64 sekúndum í -0,6 m/s mótvind og Sindri Freyr hljóp á 9,72 sekúndum í 1,1 m/s mótvind. Það var persónuleg bæting hjá Sindra Frey og annar besti árangur 15 ára drengs frá upphafi. Bæði urðu þau í 16. sæti af 25 keppendum sem er mjög góður árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af